Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1918, Qupperneq 22

Ægir - 01.08.1918, Qupperneq 22
142 ÆGIR verkleg þekking er nálega úr sögunni hér og vita að þeirra er þörf heim aftur og að þar verði vel tekið a móti þeim — það verður siður þegar kaupið hefir verið dregið af þeim og nöfn þeirra standa i svörtu bókinni um horð, því það hefir dregið kjark úr mörgum manni. 22. ágúst 1918. Sveinbjörn Egilson. Gufumótor. UppgötTun Ellehamniers. Svo sem getið hefir verið i símskeyti í Mbl., hefir danski hugvitsmaðurinn Ellehammer fundið upp gufumótor, sem fleslir ætla að útrýma muni sprengi- mótorum þeim, sem nú eru notaðir. Nú vita llestir það, að katlar gufuvéla eru eigi litlir fyrirferðar, — en Elle- hammer hefir alveg slept kötlunum, og notar þá aðferð, að dæla vatni í gusum inn í liólk, sem hitaður er með mótor- lampa. Yélin notar eigi meira vatn held- ur en venjulegur kælir á biíreiðum, og vatnið er notað aftur Ö'g aflur, eins og í kælinum. Vélin er 3. cylindra, en hefir afi á við G cylindra sprengimótor, en er eigi þyngri né stærri fyrirferðar en venju- legur benzinmótor. Einn af aðalkoslunum við mótor Elle- hammers er sagður vera sá, að nota megi hinar óvönduðustu hráolíur til brenslu, og verður vélin á þann hátt mjög ódýr lil notkunar. það er jafnvel sagt, að í Nor- egi, þar sem farið er að nota vélar þess- ar, hafi verið gerðar tilraunir með lauf og tréspæni til upphitunar. Vélina má setja i hreyfingu þegar mótorlampinn hcfir hitað hana i 2—3 mínútur. Auk þessa hefir gufumótorinn þann mikla kost, að honum er stjórnað með einu einasta handtaki. Það má láta hann taka öfuga snúningssveiflu hvenær sem er og lakmarka snúningshraðann eftir vild með þessu eina handtaki. Hreyfingin er jöfn og stöðug, og það er sagt, að mótorinn geli afkaslað miklu meiru en benzinmótor. Sérfræðingar, sem séð hafa mótorinn, álíta svo vandalaust að fara með hann, að það geti hver maður gert. Verkfræðingar, sem hafa grandgæfilega skoðað vélina, dást mjög að henni. Er það fullyrt, að dráttarvélar (Tractors), sem beitt er íyrir plóga, og ýms önnur jarðyrkjuverkfærj, þurfi eigi að kosta nema svo sem þriðjung af núverandi verði, þegar gufumótorinn komi til sög- unnar. Dráltarvélar verða þá svo ódýrar, að sinábændum ælli að verða kleift að afla sér þeirra. Þá er og talið að gufumólorinn muni hafa stórmikla þýðingu fyrir fiskveiðar, því að hann verði miklu heppilegri i báta heldur en venjulegir sprengimótorar, ódýrari, traustari, endingarbetri og auð- veldari til meðíerðar. Það má bezt sjá það á þeim viðtökum, er gufumótorinn hefir fengið hjá helzlu mótorfræðingum á Norðurlöndum, hvert álit menn hafa þar á honum. Firmað Nielsen & Winther hafa keypt einkaleyfið á uppgötvuniuni í Danmörk og sölurétt til Rússlands og Argenlína fyrir ofijár. Auk þess hefir Ellerhammer selt upp- götvunina firma nokkru í Frederikslad í Noregi og Emmissionsbolaget i Stokk- hólmi fyrir miklu hærra verð heldur en gefið hefir verið áður fyrir nokkra upp- götvun á Norðurlöndum. Ellehammer segir sjálfur frá því, að sér hafi fyrst komið það til hugar í fyrra, að reyna að finna upp gufumótor. Hann var þá staddur vestan liafs og kom til bifreiðaverksmiðju Fords. Vél-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.