Ægir - 01.08.1918, Síða 26
146
ÆGIR
Athug’asemd,
við skýrslu um björgun í Herdísarvík 24. marz
1916, við greinina í sjómannablaðinu Ægir II.
árg. nr. 5 1918.
»Ekki er öllu glej'mt þótt seint komi«.
Skýrslan telur [^að okkur til lifs að
mótorbáturinn Búi sigldi rétt hjá okkur
en var að leita til lands, trej'sti sér ekki
vestur að Stokkseyri, var ókunnugur
lendingu í Herdísarvik. Álitum við það
heppilegt fyrir fortnann mótorbátsins að
hitta Símon Símonarson, sem skýrslan
kallar Símon Bjarnason, skamt fyrir
vestan og utan lendinguna, þvi við vor-
um ekki dýpra en 10 mínútna róður
í logni undan landi. Sökum þess að
æði er skerjótt í Herdísarvík og ólend-
andi um fjöru eða með lága sjónum,
sökum grjóts, sem er utarlega í lending-
unni, stóð á takmörkum að við kærnuin
sexæhringnum okkar yfir grjólið þegar
við lentum. Yar mótorbátsmönnum ráð-
lagt að halda sér við þar til hækkaði það
í, að við flytum út i mótorinn.
Þegar við vorum að taka okkur
saman til að fara út í mótorbátinn,
héldu þeir upp kamp. .Yar þá báturinn
bundinn og stjóraður niður (með köðl-
um og drekum), gekk Síiuon Símonar-
son formaður skipsins, sem þeir drógu
til lands, vel fram í því að lána þeim
það sem hann gat og úlvega þeim hjá
plássmönnum það er vantaði. Fyrir það
héldu þeir bátnum heilum og óskemd-
um, ella málti telja víst að þeir hefðu
mist bátinn.
Ennfremur segir skýrslan að við höfum
verið »þjakaðir af kulda og vonleysi um
líf. Þeir er síðast náðu landi þar sáu það
reka til hafs«. Þetta er órétt sagt frá, við
héldum á okkur hita með róðri og allir
voru vongóðir um lif, þvi ílestir héldu
að við næðum Herdísarvík, en allir töldu
lítinn vanda að hleypa undan vestur
með berginu og lenda í Hrishólma, Sel-
ártöngum eða Grindavík. Var bæði for-
maður sjálfur og einn háseti kunnugur
lendingu þar, Guðmundur Jónsson Stóra
Nýjabæ í Krisuvík, sem verið hefir for-
maður um 50 vertíðir, bráðheppinn og
ágælis sjómaður.
Að reka til hafs er fjarstæða, rétt áður
en veðrið skall á vorum við að enda
að draga lóð, sem tafði okkur dálítið,
rérum við þá til gruns, gekk okkur í
fyrstu vei, en eftir þvi sem hann stækk-
aði í sjóinn gekk okkur ver. Við sáum þá
neladuil fyrir fram okkur, sem var á
grunn-leirnum, við tókum duflið og
héldum okkum við það 1 klukkuslund,
við rérum altaf dálítið til þess að slíta
ekki duílfærið og færa trossuna ekki úr
stað. Hann var þá fullhvestur, og sögðu
menn að það gerði ekkert til þó við
biðum því hann hvesti ekki meira. Að-
allega gekk biðin við duilið út á að at-
huga veður og sjó þvi hægara var að
stjórna segli og skipi eftir sjó og vindi.
Þegar við sleptum duflinu tókum við
með klýfir og framsegli vesturslag, vor-
um að veuda til vesturslagar og seta upp
aftursegl þegar mótorbáturinn hélt upp
hjá okkur, stoppar hann við, var honum
þá gefið merki því ekkert heyrðist fyrir
roki, tók hann þá formann okkar upp í
mótorinn og dróg skipið til lands. Mikið
þótti okkur vænt um að hitta mótor-
bátinu og ná svo fljótt og vel okkar
eigin lendingu eins og gekk, við komum
að landi um kl. 2 e. h., en mótorbátur-
inn beið eftir fjörunni og að hækkaði i
um 3 stundir, síðan var þeim hjálpað,
sem hægt var. Simon Símonarson bauð
þeim borgun fyrir lijálpina en þeir vildu
enga borgun taka, þeir sáu það þegar í
fyrstu, að þeir gátu hjálpað hver öðrum