Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1918, Page 5

Ægir - 01.10.1918, Page 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS II. árg. | Reykjavi k. 0 k„tó ber. 1918. ~~J Nr. 10. ■Reglur o£ leiðbeiriiriÉar um sölu og útflutning á saltaðri síld. (Tilkynning nr. 8, frá Útflutningsnefndinni). 1. gr. Samkvæmt auglýsingu Stjórnarráðsins, dags. 3. júní þ. á., eiga allir síldarfram- leiðendur að bjóða Útflutningsnefndinni til söluráðstafana alla þá síld, sem veidd er og ætluð til útflutfiings, og gilda þar að lútandi eftirfylgjandi reglur. 2. gr. Alþingi hefir með lögum 30. júli þ. á. heimilað landsstjórninni að kaupa af framleiðendum 100,000 áfyltar tunnur af sild, sem veiðst hafa hér við land af inn- lendum mönnum á timabilinu 15. júlí til 15. september þ. á., með þeim reglum og skyldum, sem lög þessi mæla fyrir. — Af síld þessari hefir landsstjórnin, sam- kvæmt heimild í samningi við Bandamenn, þegar selt til Svíþjóðar 50,000 áfyltar tunnur með því skilyrði, að siglingarleyfi fáist héðan beina leið til Svíþjóðar. Það sem framleiðendur kunna að hafa meira, er ennþá óráðstafað, en verður selt við fyrsta tækifæri þar sem best verð fæst og flutningur leyfist til. 3. gr. Samkvæmt 1. gr. ber hverjum frambjóðanda, er njóla vill og getur haft kröfu til itaka í þessari sölu, að tilkynna Útflutningsnefndinni, hve margar áfyltar sildar- tunnur þeir hafa framleitt á timabilinu 15. júlí lil 15. september þ. á., til þessa augnamiðs, og hvar þær séu geymdar. Ennfremur skulu frambjóðendur tilkynna Útflutningsnefndinni, hvort þeir ætli lil úttlutnings alla þá síld, er þeir hafa aflað eða hér eftir kunna að afla til 1. október þ. á. Síld, sem kann að verða framleidd eftir þann tíma, verður eigi tekin til greina undir þessum reglum. Framboð þau og tilkynningar, er hér ræðir um, sendist Útflutningsnefndinni sem fyrst og eigi siðar en 10. október n. k.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.