Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1918, Síða 8

Ægir - 01.10.1918, Síða 8
152 ÆGIR 2. gr. Brot gegn ákvæðum 1. gr. reglugerðar þessarar varða sektum alt að 500,000 krónum. Bæði sá, sem selur eða lofar að selja vörur þær, sem greindar eru í 1. gr. og á þann hátt, er þar greinir, og sá, sem kaupir eða lofar að kaupa þær, skal sekur talinn við ákvæði þessarar reglugerðar. Hið selda eða umsamda er að veði fyrir sektunum. 3. gr. Með mál út af brotum gegn reglugerð þessari skal fara sem almenn lög- reglumál. Áður en dómari úrskurðar sektir, án þess að mál fari fyrir dóm, skal málið borið undir stjórnarráðið. 4. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi þegar í stað. Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. í stjórnarráði íslands, 3. október 1918. Sigurdur Jónsson._______________________________ Oddur Hermannson. Áhrif árstíðanna á líf nytsemdarfiska vorra. Eftir Bjarna Sæmundsson. (Frh.). Þriðji fiskurinn er síldin. Hún er stærst þessara ætiflska, enda er hún hvorltveggja í senn, ætifiskur og nytsemdarflskur í hæsla máta, eins og oss íslendingum fer nú að verða sæmilega ljóst úr þessu. Hún lifir, eins og þegar hefir verið vikið að, á allskonar smælki; fiskaseiðum, smásandsili, smokkfiskaungviði, krabba- dýrum af smærra tægi, svo sem augna- síli, ögn og krili, en bezta íæða hennar og sú sem hún fitnar mest af, er smá- átan og þá einkum síldarátan eða rauð- átan (Cal. finnmarchicus). Síldin gýtur aðeins í heitari sjónum við suður- og suðvesturströndina og dreifir sér á vet- urna viðsvegar út um haf, þar sem hún þá helst mun finna æti, sem þó líklega mun vera af skornum skamti. Yerður vart við síld fyrir suðurströndinni snemma á vetrarvertíð, en tíðast fremur strjál og er þá oft í fiski. Þegar kemur lengra frara á, fer hún að verða þéttari og fer víst að gjóta snemma í april, en úr því að kemur fram í maí, fer að bera mikið á henni í Jökuldjúpi og kringum Jökul- inn (Snæfellsnes). Er þetta alt stórsíld (hafsíld), meðtóman maga, mjög mögur, en með mjög þroskuð hrogn og svil, og gýtur eílaust á þessum slóðum og sjáll'- sagl miklu víðar suður og austur, þó að

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.