Ægir - 01.10.1918, Síða 10
154
ÆGIR
inni i mai eða snemma i júní og stund-
um miklu fyrri við Austfirði (á eftir
loðnunni?). Ýsan er síðbúnust og jafn-
framt seinni i förum en hinir, enda er
sagl að hún sé að jafnaði á eftir þorsk-
inum, hálfum mánuði eða svo. — Sjálf-
sagt komast fleiri fiskar á kreik, eins og
t. d. langa, keila og karfi, en þeirra gætir
minna og ofíast litið fyrir norður- og
ansturlandi.
Eg hefi nú reynt að sýna i aðaldrátt-
unum hvernig gotfiskurinn dreifir sér
norður á bóginn á vorin, og hve mikla
þýðingu það hefir fyrir fiskiveiðarnar á
Norður- og Austurlandi, þarf ekki að
fjölyrða um hér. Eflaust slæðist líka
margt af upprennandi fiski af hrygning-
arsvæðinu með, eins og þorskmerking-
arnar, sem gerðar voru hér fyrir nokk-
urum árum, leiddu í ljós. (Ægir 7. árg.
7. tbl.).
Þess var áður getið, að gotfiskurinn
mundi ekki allur leita burtu norður á
bóginn með fram ströndunum, heldur
mundi nokkuð af honum leita beint út
til hafs, út til djúpanna. Mun þvi vera
svo háttað bæði um þorsk, skarkola og
ef til vill loðnu. Þorskur fæst á 2—300
faðma dýpi við Suðurströndina á sumrin.
Langa og keila hafa þetta fyrir reglu, og
hrognkelsin, sem annars gjóta alt i kring-
um landið, leita að lokinni hrygningu
til hafs og enginn veit hvað af þeim
verður.
Loks er að geta þess, að margt verð-
ur eítir á hrygningarsvæðunum af gol-
fiski að lokinni hrygningu. Þannig fæst
ávalt nokkuð af þorski innan um smá-
fisk með allri Suður- og Vesturströnd-
inni á sumrin, jafnvel inni á grunnmið-
um og stundum, mergð eins og í kring-
um Vestmannaeyjar, á Selvogsbanka og
út i kringum Reykjarnesskagann, á djúp-
miðum i Faxaflóa og fyrir Vestfjörðum.
Sumt af þessum þorski er magur legu-
fiskur (»eftirlegukindur«), en sumstaðar
er það, þegar kemur fram á sumarið
striðfeitur fiskur, eins og sá sem aflast i
net í Garðsjó siðari hluta sumars. Svo
er öll ýsan, sem er á þessum slóðum
alt sumarið, mögur stórýsa á vorin, feit
kurlýsa á sumrin. Auk þess er mergð af
stórufsa og lýsu, af skarkola og öðrum
kolategundum, ennfremur mikið af síld
og svo fiskur, sem gýtur dýpra úti, en
leitar i ætið á grunninu um sumartím-
ann eins og lúða og háfur, og ætíð er
einkum asndsíli, eins og áður hefir verið
getið um og auk þess smásild og kampa-
lampi. Saman með hinum vaxna fiski
er svo urmull af allskonar ungviði og
uppvaxandi fiski á öllu svæðinu, þyrskl-
ingi og stútungi (þorski), ýsu, ufsa, kola-
tegundum, smálúðu, millisíld (spiksíld)
og smásild, og öðrum tegundum er minna
kveður að, eins og löngu, keilu lýsu o. fl.
Öll þessi margbreytta mergð af fiski er,
og getur orðið enn meiri, undirstaða
undir arðvænlegum veiðum fjær og nær
landi allan heitari og kyrrari tima ársins.
Eg hefi nú reynt að gefa mönnum dá-
lítið yfirlit yfir hvaða áhrif heitar hluti
ársins, sumarið, hefir á lif nytjafiskanna
og mun svo undir árslokin bæta við ein-
um kafla enn, um áhrif vetrarkomunnar
og kuldans, um vöxtinn og göngur got-
fiskanna til baka til hiygningarstöðvanna.
Ferðaskýrsla
erindreka Fiskifélags Islands.
Miðvikudaginn hinn 21. ágúst þ. á.,
lagði eg á stað i hina fyrirskipuðu hring-
ferð i kring um landið, en þar sem eg
þóttist vita að slík ferð með strandferða-