Ægir - 01.10.1918, Side 16
160
ÆGIR
flutnings- og ábyrgðargjaldi til útlanda
svo og miðilsgjaldi. Sendandi vöru er
skyldur að gefa lögreglustjóra vottorð
að viðlögðum drengskap, um söluverð
og söluskilmála. Ef vara sú, sem farm-
sldrteini ræðir um, er send óseld, skal
lögreglustjóri ákveða stimpilgjaldið ettir
þvi sem ætla má að varan sé verð með
umbúðum flult um borð. Ef afgreiðslu-
maður lætur fyrirfarast að sjá um, að
farmskirteini sé afhent til stimplunar,
varðar það alt að 5000 kr. sektum.
Nú verður uppvíst, að stimpilskyldu
skjali er skotið undan stimplun, eða
verðhæð skjals, sem er stimpilskylt, er
sett lægra en rétt er, til þess að svikjast
undan gjaldi, eða ósannar skýrslur eru
vísvitandi gefnar í sama skyni, og skal
þá greiða fult gjald og auk þess sekt, er
sé að minsta kosti fimmfalt hærri en
stimpilgjaldið eða gjaldmunurinn. Sekt-
ina ákveður valdsmaður með úrskurði
er áfrýja má til æðri réttar.
Ákvörðunum þeim og úrskurðum, sem
löglegur innheimtumaður stimpilgjalds
gerir um stimpilskyldunu eða upphæð
gjaldsins, má áfrýja til stjórnarráðsins,
en þó er eigi síður heimilt að leggja
málið fyrir dómstólana.
Lög þessi gilda fyrst um sinn til árs-
loka 1921. Þau varða allar afgreiðslur,
sem stimpilskylda er bundin við, ef af-
greiðslu er beiðst eftir að þau koma í
gildi, án tillits til þess, hvenær skjal er
sett og samið. Þegar stimpilfrjáls skjöl
eru afhent til afgreiðslu vegna framsals
oða áteiknunar, skal reikna stimpilgjaldið
eingöngu eftir framsalinu eða áteiknan-
inni.
Heima.
Fiskifélagið. Hinn 29. september, lagði
erindreki Matth. ólafsson á stað með
»Gullfoss« áleiðis til Ameríku. Á hans
vegum var Jón Einarsson frá Stykkis-
hólmi, sem Fiskifélagið veitir styrk til
þess að kynna sér fiskverkun Ameriku-
manna og hagnýting þeirra á fiskiúrgangi.
Hinn 23. seplember, lagði Sveinbjörn
Egilson, fram bréf á stjórnarfundi og var
efni þess, að leitast fyrir, hvort stjórnin
vilki styrkja að einhverju leyti námskeið
fyrir háseta hér í Reykjavík, sem hann
ásamt 2 öðrum mönnum, ætlar að byrja
hinn 15. október. Lagði hann um leið
fram áætlun um fyrirkomulag nám-
skeiðsins, Undirtektir stjórnarinnar voru
hinar beztu. Vill hún styrkja fyrirtækið
þegar því er fullnægt, sem tekið er fram
í áætluninni.
Sömuleiðis styrkir félagið sjómanna-
námskeið í Vestmannaeyjum.
ólafnr Sveinsson vélfræðingur, heldur
nú mótornámskeið á Isafirði.
Porsteinn Júl. Sveinsson kom úr ferð
sinni kringum land hinn 30. september
með Sterling, og hirtist skýrsla hans um
þá ferð í þessu tbl. »Ægis«.
Kötlngos, ógurlegt, byrjaði 12. Októ-
ber, kl. 2 e. h.
Peir sem gerast ætla
kaupendur ad „Æ3GrI“
næsta ár eða frá nýjári, eru á-
mintir um að tilynna það á af-
greiðslu hans hið fyrsta.
Pranesrniðjan Gutenberg.