Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1919, Side 10

Ægir - 01.06.1919, Side 10
60 ÆGÍR Fyrir heilagfiskisílök mælti fá allhátt verð, en ef hugsað væri um þann mark- að, yrði að gera út skip til lúðuveiða ein- göngu og liafa sömu veiðiaðferð og veið- arfæri sem Ameríkumenn notuðu, þegar þeir stunduðu þá veiði hér við land. Á þeim árum (1885—1897) var verð á söltuðum heilagfiskisflökum 10— 14 cent fyrir pund, en i fyrra var boðið alt að 20 centum fyrir pundið. Væri hér gerð tilraun með að íiska heilagfiski á þennan hátt, ætti að sjálf- sögðu að senda fiskinn út með flulninga- skipum, en ekki að nota sjálf fiskiskipin lil flulninganna, eins og Ameríkumenn urðu að gera. Á Veslurlandi eru enn nokkrir menn, sem kunna þessa veiðiaðferð, og mundu þeir gela leiðbeint, ef einhver vildi gera tilraun. Eg þótlist hafa komist að því veturinn 1917—18, að ef vér íslendingar hugsuðum lil að alla sjávarafurðum vorum markaðs í Handaríkjunum, þá væri nauðsynlegl að hafa sýnisliornaskrifstofu í New-York eða einhverjum hinna slærri bæja á austur- ströndinni, en eins og Fiskifélaginu er kunnugt, reyndist fé ófáanlegt til þess. Reyndar hefði eg getað, og get enn, fengið fiskikaupmenn i New-York til að veila sýnishoinum móllöku og geyma þau, án nokkurs verulegs kostnaðar. En ef hætt væri við, að vor fiskur, sem er svo miklu betri en sá fiskur, sem Amer- íkumenn hafa, gæli orðið þeim keppi- naulur, þá er ekki líklegt, að þeir gerðu sér mikið far um að útbreiða hann. Sjálfshöndin mundi þar, sem annarstaðar, hollust. Margar fyrirspurnir fekk eg úr ýmsum áttpn um fiskverð og yfir liöfuð um verð á ýmsum islenzkum vörum og eins um útlit með samgöngur í framtíðinni. Eg gal upplýst inenn um það verð, sem nú væri á íslenzkum afurðum, og livernig það hefði verið fyrir ófriðinn, svo og hvernig búasl mætti við að það yrði eftir ófrið- inn. Hefi eg haldið því fram, að þótt fiskur t. d. félli að líkindum eitthvað í verði þegar að útgerðin í Norðurálfunni væri komin i lag, þá væri þess ekki að vænta, að hann, né nokkur önnur fram- leiðsla, kæmist í jafnlágt verð og fyrir ófriðinn, vegna aukins útgerðarkostnaðar, hærri vinnulauna o. s. frv. Hinsvegar gal eg lítið sagt um útlilið með samgöngur milli íslands og Ameríku. Allir þeir, er eg átti viðtal eða hréfa- skifti við um þelta efni, töldu það verð, er nú væri á íslenzkum sjávarafurðum, svo hátt, að eigi gæti komið til mála að selja þær í Bandaríkjunum, eins og nú slæði, en öllum virtist þeim sárt um að með öllu slitnaði upp úr verzlunarvið- skiftunum, þegar friður kæmist á. I vetur fekk Guðmundur Vilhjálmsson, erindreki Samvinnusamhandsins, bréf frá H. S. Bardal í Winnipeg, þar sem hann, fyrir hönd verzlunarfélags eins þar í borginni, er nefnisl Port Nelson Fish Co. Ltd., heiðist upplýsinga um íslenzkar sjávarafurðir, svo sem harðfisk, saltfisk, síld o. fi. Kveðst hr. Bardal ekkert rið- inn við þetta félag, en liafi að eins verið beðinn að úlvega þessar upplýsingar. Fer hr. Bardal því fram á að sér sé svarað á ensku, svo hann geti afhent félaginu bréfið. 27. marz fór Guðmundur fram á það við mig, að eg svaraði hr. Bardal, og gerði eg það samslundis. Skrifaði eg all- langt mál um fiskiveiðar vorar og með- ferð á fiski, markaði þeim, er vér höfðum haft, o. s. frv. Af bréfi lir. Bardals var ekki ljóst, hverskonar harðfisk félagið vildi fá, að eins gat hann þess, að það vildi kaupa alt að 109 000 pundnm. Árni Eggertsson,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.