Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1919, Side 12

Ægir - 01.06.1919, Side 12
62 ÆGIR 8. Karl Nikulásson fyrir Fiskifélagsdeild Akureyrar. 9. Skafti Stefánsson fyrir Fiskifélagsdeild Hofsóss. Fyrst var gengið til forsetakösningar og féll hún þannig, að þeir Páll Bergsson og Júlíus Havsteen fengu sín 4 atkvæði hvor tvívegis. Varð þá lilutkesti að ráða, og kom upp hlutur Júlíusar Havsteens. Var hann því rétl kjörinn forseli þingsins. Varaforseli var kosinn í einu hljóði Páll Bergsson. Skrifari þingsins var kosinn Karl Niku- lásson með 7 atkvæðum, en varaskrifari Fióvent Jóhannsson í einu hljóði. Ressu næsl voru athuguð 6 kjörbréf þingmanna og var ekkert við þau að at- huga, 3 lofuðu kjörbréfum sínum síðar um daginn og var það lekið gilt. Fulltrúi Ólafsfjarðar, síra Helgi Árnason, lýsti yfir því, að liann mundi ekki geta mætt stöðugt á þinginu, þareð hann þyrfti einnig að nræta á sýslufundum, og æskli þess, að t'orvaldur Friðfinnsson, formaður deildarinnar, yrði lekinn gildur sem vara- maður sinn, og var það samþykt i einu hljóði. Þá var kosin dagskrárnefnd: Júlíus Havsleen með 8 atkv., Páll Bergsson með 7 og Karl Nikulásson með 5. Að því loknu las forseti upp bréf frá Bjarna Einarssyni. skipasmið, viðvíkjandi strandferðum, urðu nokkrar umræður urn það. og síðan kosin nefnd i málið, þessir: Kristján Pálsson með 7 alkv., Sigurður Jónsson með 6 alkv. og Páll Bergsson með 5 atkv., eftir bnndnar kosningar milli hans og Flóvents Jóhannssonar. Karl Nikulásson stakk upp á því, að kosnar væru nú þegar nefndir í nokkur helztu rpálin, sem til umræðu koma á þinginu, og voru menn því samþykkir. í »Strandvarnarmálið« voru þessir kosn- ir: Karl Nikulásson með 6 atkv., Flóvenl Jó- hannsson með 5 atkv. og Helgi Halliðason með 5 atkv. í »Vátrygging vélabála« voru kosnir: Páll Bergsson með 8 atkv., Helgi Haíliða- son með 7 alkv., Júlíus Havsleen með 6 atkv., Sigurður Jónsson með 5 alkv. og Karl Nikulásson með 6 atkv., eftir bundn- ar kosningar milli hans og Jóh. Kröyers, sem báðir höfðu jöfn atkvæði. Þá var fundi frestað lil kl. 2 síðdegis. Fundurinn var setlur aftur sama dag kl. 2 og voru þá tveir fulltrúar mættir, suk þeirra er áður eru taldir, þeir Helgi Hafliðason og Jakob Björnsson, báðir fyrir Fiskifélagsdeild Siglufjarðar: Við kjör- bréf þeirra og kjörbréf þriggja fulllrúa, sem nú voru sýnd, var ekkert að athuga. Svohljóðandi símskeyti liafði borisl frá Siglufirði: »Forseti fjórðungsþingsins, Akureyri. »Með þessu fyrsta fjórðungsþingi er slórt framfaraspor sligið; mætti þvi auðn- ast að leiða á farsæla braut velferðarmál sjávarútvegsins, fjórðungi og landi til bless- unar óskar vélafræðingur Fiskifélagsins«. Dagskrárnefndin lagði fram svohljóðandi dagskrá fyrir fundinn: 1. Vitamál. 2. Leiðrétting állavita. 3. Námsskeið fyrir matsveina. 4. Vélastjóraskóli. 5. Sleinolía. 6. Kolaeinkasalan. 7. Eftirlit með skipum og bátum. Þá var fyrsta mál dagskrárinnar tekið fyrir: 1. Vitamál. Eftir nokkrar umræður var málinu frest- að til næsta fundar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.