Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1919, Síða 16

Ægir - 01.06.1919, Síða 16
66 ÆGI-R wÞann tveggja mánaða tíma, sem síld- arveiðarnar standa yfir hér norðan lands, hefir það þráfaldlega komið fyrir, að veið- in hefir verið mest og bezt innan land- helgi, jafnvel svo að segja upp í landstein- um, sérstaklega á svæðinu vestan frá Skaga og austur hjá Flatey, og nú síðustu árin hefir sildin nær eingöngu aflast innan landhelgi. Það hefir því verið mikil freist- ing fyrir þann sæg af útlendingum, sem liingað sækja til síldveiða, að bregða sér inn fyrir landhelgislínuna, og svo mikið kvað að því, að innlendir útgerðarmenn tóku sig saman 1914, fyrir forgöngu Fiski- félagsdeildar Akureyrar, leigðu mótorbát fyrir sunnan og gerðu hann út til strand- varna liér um veiðitímann. Nokkurn liluta kostnaðarins fengu þeir síðan goldinn úr landssjóði, en meiri partinn greiddu þeir úr sínum vasa. Þessi vísir til strandvarna reyndist svo vel, að 1915 leigðu þeir stærri bát, og var kostnaðurinn greiddur á sama hátt. Það. sýndi sig fljótt, að einn bátur nægði hvergi nærri, jafnvel þótt hann gerði mikið gagn, og því var það, að útgerðar- menn lögðu út í það 1916, þrátt fyrir mikla verðhækkun á öllu til útgerðarinnar, að leigja tvo báta. Til þess að greiða kostn- aðinn við þá, sem vegna dýrtíðarinnar varð fullar 13 þús. krónur, varð stjórn Fiskifélagsdeildar Akureyrar að taka víxil- lán, og átti hún í víxlabraski út af því hátt á annað ár, uns alt var greilt, sum- part af útgerðarmönnum, en meiri hlutinn þó, fyrir lipurð Jóns Hermannssonar skrif- stofustjóra, af landssjóði á báðum árunum 1915 og 1916, en 1917 og 1918 var eng- um strandvörnum haldið uppi, því þá voru engir útlendingar hér, svo að segja. Þessi þrjú sumur, sem strandvarnir voru, munu hafa komið, fyrir aðgerðir þessara báta, undir 30 þúsund krónur í sektarfé í landssjóð. í ár er útlit fyrir, að útlendingar muni fjölmenna hingað, og því bráð nauðsyn á, að strandvörnum verði haldið uppi, og það af tveim hraðskreiðum mótorbátum, 12—20 tonna, en þegar litið er á þelta mál með sanngirni, þá virðist ósanngjarnt að kostnaðurinn, ofan á þá miklu fyrir- höfn, sem þessu er samfara, skuli að nokkru leyti lenda á einstöknm mönnum; öll sanngirni virðist mæla með því, að að landssjóður, sem hirðir alt sektaféð, beri þau beinu fjárútgjöld, en að helzt Fiskifélagsdeild Akureyrar, sem fengið liefir reynsluna í þessum efnum, annist fram- kvæmdirnar, eins og að undanförnu. Það er því tillaga vor, að skorað sé á Fiskiþingið, að fara þess á leit við næst- komandi alþingi, þegar í byrjun þingtím- ans. að landssjóður kosti tvo hraðskreiða mótorbáta, 12—20 tonna. til strandvarna hér norðanlands um sildveiðatímann í sumar komandi, en að Fiskifélagsdeild Akureyrar verði falið að annast verklegar framkvæmdir«. Akureyri 3. apríl 1919. Karl Nikulásson. Helgi Hafliðason. Flóvent Jóhunnsson. Tillaga nefndarinnar samþykt í einu hlj. 10. Tillaga borin fram af kolaeinkasölunefndinni: »Fjórðungsþingið óskar að Fiskifélag ís- lands skori á landsstjórnina að afnema einkasölu á kolum, og telur réttast, að tap á kolaverði komi niður á landinu í heild, en að það lendi á sérstakri stétt manna, og hindri þar með framleiðslu landsins. Þó telur það rélt, að kolakaupendum verði gert að skyldu, að kaupa kol landsstjórn- arinnar jöfnu verði og þeir geta keypt frá útlöndum, meðan birgðir landsins endast«. Tillagan var samþykt í einu hljóði.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.