Ægir - 01.06.1919, Side 17
ÆGIR
67
II. V.itryggingarnefndin
skýrði frá því, að hún gæli ekki að svo
stöddu lagt fram nefndarálit, en lagði til:
»að fela fulltrúum fiskideildanna að leitast
fyrir hjá mótorbótaeigendum, hvort þeir
vilji leggja í prívat ábyrgðarfélag hlutabréf,
er nemi frá 100—500 kr. fyrir hvern bát,
og verði síðan það hlutafé notað sem
stofnfé félagsins. Fulltrúarnir skýri siðan
vátryggingarnefndinni frá árangri þessara
umleitana«.
Var þetta samþykt i einu hljóði.
Fleiri mál komu ekki til umræðu, og
sagði þvi forseti þessu þingi slitið.
Jul. Havsteen,
forseti.
Karl Nikulásson
skrifari.
Skýrsla
l'rá Fjórðungsþingi fiskideilda
Austfirðingafjórðungs.
Ár 1919 mánudaginn 5. maí var Fjórð-
ungsþing fiskideilda Auslfirðingafjórðungs
sett í Barnaskólanum á Eskifirði.
korseti Fjórðungsþingsins, IngvarPálma-
son, selti þingið.
t*essir fulhrúar voru mættir:
!• Bjarni M. Sigurðsson fyrir Eskifjarðar-
deild.
Jóhann Þorvaldsson fyrir Eskifjarðar-
deild.
3. Ingvar Pálmason fyrir Norðfjarðar-
deild.
4. Sigurlínus Stefánsson fyrir Norðfjarð-
ardeild.
5. Hermann Porsteinsson fyrir Seyðis-
fjarðardeild.
6. Vilhjálmur Árnason fyrir Seyðisfjarð-
ardeild.
7. Sveinbjörn P. Guðmundsson fyrir
Reyðarfjarðardeild.
8. Sigurður Eiríksson fyrir Mjóafjarðar-
deild.
Fyrir deildina, á Fáskrúðsfirði mætti
enginn.
Pessi mál voru tekin til meðferðar:
I. Vitamál.
Þingmaður Sunnmýlinga, Sveinn Ólafs-
son frá Firði, var mættur á þinginu og
gaf upplýsingar um, hvað stjórnin hefði
þegar gert í vitamálum fyrir Austfirðinga-
fjórðung. Eftir nokkrar umræður var
kosin þriggja manna' nefnd til þess að
gera og leggja fram tillögur í málinu. —
Kosningu hlutu:
Bjarni Sigurðsson með 7 atkv.
Hermann Porsteinsson — 6 —
Ingvar Pálmason — (5 —
II. Vetrarliafnir á Austurlandi.
Eftir allmiklar umræður var samþykt
tillaga um að kjósa þriggja manna nefnd
í málið og hlutu þeir kosningu:
Bjarni Sigurðsson með 7 atkv.
Ingvar Pálmason — 4 —
Vilhjálmur Árnason — 4 —
Eftir fundarhlé, sem var í 4 líma, þá
lagði nefnd sú, er kosin hafði verið í viia-
málinu, fram svohljóðandi lillögur, sem
voru samþyktar í einu liljóði.
1. Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélag
íslands að beitast fyrir því, að á
næstu fjárlögum Alþingis verði veilt
fé til byggingar hornvita á Papey og
Streitishvarfi. Ennfremur að veilt verði
fé til byggingar hornvita á Hrómunds-
ey og Kalstaðatanga, gegn því, að