Ægir - 01.06.1919, Side 23
Æ'GIR
73
með þessu öðru Fjórðungsþingi Sunnlend-
inga slilið.
Reykjavík 18. júní 1919.
Ágúst Jónsson, Sveinbjörn Egilson,
form. ritari.
SDjóflóðii miklu í Siglufiröi.
f*að mun tæplega nokkur maður geta
gert sér í hugarlund, hvílíkur, ægikraftur
var í snjóflóðinu, sem féll í Siglufirði að-
faranótt hins 12. apríl. Upþi á háfjallsbrún
(Staðarhólsfjalli) mun liafa hlaðist ógur-
leg hengja, sem svo hefir fallið fram af
þunga sjálfs sin. Fjallið er snarhralt og
gríðar hátl. Jókst hraði flóðsins æ meir
eftir því sem neðar dró og jafnframt varð
skriðan margfalt stærri. Segja kunnugir,
að enginn efi sé á því, að hún hafi þurk-
að sjóinn langt út í fjörð. Norðanstormur
var á og mikið brim, en þrátt fyrir það
fór llóðaldan gegn veðri og sjó með slíku
heljaralli, að hún mölbraut bryggjur hin-
um megin fjarðarins langt fyrir norðan
það, þar sem snjófióðið kastaðist í sjóinn.
Og svo var fallhraði snjóskriðuiinar af-
skaplegur, að loftþrýstingurinn einn sópaði
u burt rúmum 30 nólabátum og uppskip-
unarbátum, sem hvolfdu nokkuð fyrir
sunnan snjóflóðssvæðið, og fóru þeir allir
1 spon. Með svo snöggri svipan greip snjó-
fióðið húsin, íleygði þeim út á sjó og möl-
fiiaui þau, að menn ælla að íbúarnir liafi
eigi einu sinni vaknað við. Áð minsta kosti
ljáru líkin þess vott, að fólkið hefði dáið
1 svefni. öll líkin eru nú fundin, nema
tvö. Gufukatlana og vélarnar úr síldar-
hræðsluverksmiðju Evangers bar fióðið
*angt út á fjörð.
Fólkinu á Neðri-Skútu vildi það til lífs,
að baðstofan féll niður, en sópaðist ekki
burtu, eins og mestur hluti bæjarins.
Brotnaði þekjan þannig, að súðin hvíldi á
rúmsluðlum. Fólkið lá í rúmunum og gal
sig hvergi hreyft. Hefir það verið dapur-
legt líf fyrir það að vera þarna milli heims
og helju í 10 klukkustundir. Hjónin gátu
talast við, en annars vissi enginn livað
öðrum leið. I5ó var fólkið furðu lílið þjak-
að, er því var bjargað, nema sonur lijónr
anna, sem var meðvitundarlaus, enda var
liann svo að segja á kafi í snjó.
Miklar líkur eru til þess, að snjófióðið,
sem eyddi bænum Engidal og drap alt
heimilisfólkið þar, hafi fallið sömu nótt-
ina og snjófióðið í Sigluíirði. En menn
vissu ekki um það fyr en fjórum sólar-
hringum síðar. Féll snjóflóðið þar um
þveran dalinn og síðan ofan eftir honum
og yfir bæinn, en náði ekki peningsliús-
um, sem stóðu nær sjó. Fórst því eigi
annað af skepnum þar en 2 kýr, 1 hestur,
(i kindur, 2 hundar og 1 költur. Þriðji
hundurinn komst lifs af og hafði grafið
sig upp úr fönninni, er leitarmenn komu
á vettvang, og var hann þó mikið meidd-
ur. Fullorðið fé og hross hafði legið við
opið og Ieið því vel, en i einum kofa voru
lömb og eitt hross byrgt inni og voru
lömbin svo liungruð, að þau höfðu elið
ull hvert af öðru og taglhárið af hestinum.
Héraðslæknirinn i Siglufirði álítur að
fólkið, sem fórst, hafi alt fengið góðan
dauðdaga. Sumt af Engidalsfólkinu kunni
þó að hafa lifað eitthvað eftir að ilóðið
féll, en mist meðvitund nær undir eins.
í Héðinsfirði féllu tvö snjóflóð. Annað
þeirra varð að bana Páli Þorsteinssyni
bónda frá Vik. Var hann á heimleið frá
beilarliúsum, og hafði eigi gefið um að
bíða eftir tveim bænduin öðrum, sem lika
voru á beitarhúsum. En þeir komusl af.
Árið 1841 féll snjóflóð á þéssum sama
I