Ægir - 01.06.1919, Qupperneq 24
74
ÆGIR
slað og varð þá að bana tveim bændum
frá Vík, og voru þeir einnig á heimleið frá
beitarhúsum.
Hitt flóðið féll á Ámá, fremsta bæ í
Héðinsíirði, kom á fjárhús og drap þar
son bóndans, 24 ára gamlan pilt, sem var
að gegningum. Af 37 ám, sem í lnisinu
voru, fundust 8 lifandi. — Annar maður
var nýgenginn frá þessu fjárhúsi lil ann-
ars fjárhúss, og barg það lífi hans.
(Mgbl.).
Námsskeið á Siglutirði 1919.
Með símskeyti d.s. 18. febrúar æskir
sljórn Fiskifélagsins að ég seti mig i sam-
band við Fiskifélagsdeildina á Siglufirði
um námsskeið þar í mótorvélfræði. Átti
ég svo tal við formann deildarinnar á
Siglutirði pr. síma, sem tjáði mér að þátt-
taka þar yrði góð; var síðan ákveðið að
námsskeiðið skyldi haldið þar. Vegna þess
hve samgönguvandræðin voru mikil, gekk
hálf illa að komast til Siglufjarðar, en fyrir
milligöngu Fiskifélagsins í Reykjavík og
lipurð Eimskipafél. forstjóra og skipstjóra
á Sterling tókst þó loks að komast áleiðis
frá Seyðisfirði 2. marz.
Kom svo til Siglufjarðar 10. marz, og
byrjaði námsskeiðið þar 12. s. m.
Rátttakan var mest 33, sem flestir voru
af Siglufirði, en þó voru 4 úr Ólafsfirði.
Námsskeiðið stóð yfir frá 12. marz lil 15.
apríl. Að því loknu var haldið próf yíir
þeim af nemendunum, sem æsktu þess, og
voru þeir 12 sem allir slóðust prófið.
Neðanskráðir tóku próf, og hlulu í að-
aleinkunín:
Stig.
1. Sveinn Gíslason Siglufirði............ 15
2. Gunnlaugur Friðíinnsson Ólafsfirði 18
3. Sigurður Kr: Finnbogason Siglufirði 16
4. ' Einar Indriðason Siglufirði ....; 9
5. Hólm Jósúa Þorsteinsson Ólafsfirði 15
6. Jóhann J. Ásgrímsson Ólafsfirði ... 15
7. Baldvin R. Hallsson Siglufirði ..... 9
8. Rorsteinn Sigurðsson Ólafsfirði... 15
9. Þorlákur Guðmundsson Siglufirði... 13
10. Benedikt Jónsson Siglufirði ........ 14
11. Víglundur Jónsson Siglufirði....... 13
12. Sigurður K. L. Guðmundss. Siglufirði 15
Á þessu námsskeiði voru engir aðrir
fyrirlestrar haldnir, en áformað var að
halda læknisfræðislega fyrirlestra og íl., en
varð ekki af vegna ýmissra anna, sem stöf-
uðu af hinu sorglega snjóílóði, sem féll
um þær mundir, sem átti að halda þá.
Að námsskeiðinu loknu fór ég til Akur-
eyrar lil að ná í Slerling, sem samkvæmt
áætlun ekki átti að koma til Siglufjarðar.
Fór frá Akureyri með Slerling 2, maí, og
kom til Reykjavíkur 11. s. m.
Nú nálgast óðar sá lími sem fulltrúar
sjávarútvegsins koma saman til að ræða
hans mál, og vænti ég þess að fyrirkomu-
lag námsskeiðanna og atvinnu löggjafir
fyrir mótorskip, verði þar tekin til ræki-
fegrar athugunar, því éins og það nú er
verður það ekki nema til stórtjóns fyrir
alla málsaðila.
Fyrirkomulag námsskeiðanna verður að
bæla, lengja námslímann, og auka náms-
greinum, en sérstaklega verður að vanda
til þess að verklega kenslan geti orðið sem
fullkomnust, því lienni hefir verið sérstak-
lega ábótavant, sem eðlilegt er þar sem
kensluáhöldin liafa verið nær engin og
mjög léleg, og húsnæðið fyrir hana algjör-
lega ófullnægjandi, eins og t. d. var hér í
Rvík 1918, þá fór verklega kenslan fram í
skúr, þar sem bæði snjóaði og ringdi inn
á nemendur, kennara og prófdómendur.
Allir sjá hve mikil vandræði eru að slíku,
enda til að drepa áliuga allra sem liér