Ægir - 01.06.1919, Síða 25
ÆGIR
75
eiga hlut að máli, og er það ilt, þar
sem um slíkt nauðsynja- og þjóðþrifamál
er að ræða.
Eg mun koma með sérstaka áætlun um
framkvæmdir í þessu máli, sem ég vona
að háttv. stjórn síðan leggi fyrir Fiski-
þingið.
Reykjavík 20. maí 1919.
01. Sveinsson.
Skýrsla
um hákarlaveiði með lóða-m.s.
„Sjöstjarnaní£ 1917.
»Sjöstjarnan» er nýtt mótorskip, sem
hlutafélag á Akureyri keypti frá Danmörku
1916. Stærð 54 ton. Vél: 68 upp í 84. hk.
Söbstad heitir norskur síldarútvegsmaður
a Siglufirði^ sem lengi hefir verið þar bú-
settur, duglegur og áræðinn atorkumaður.
Rann leigði »Sjöstjörnuna« eftir nýár 1917,
iil þess að halda henni út til hákarlaveiða
með lóð. Skipstjóri var Jón Björnsson
meðeigandi skipsins, en formaður við Veið-
ina var ráðinn Sæmundur Sæmundsson á
Hjalteyri, sem vanur er hákarlaveiði og
formensku á fiskiskipum. Hann hafði
fengið upplýsingar um hákarlaveiði með
lóð bjá norskum manni, en í Noregi kvað
sn veiðiaðferð vera byrjuð fyrir fáum ár-
una. Söbstad hafði og hjá löndum sínum
fengið glögga lýsing af þessari veiðiaðferð
eg hafði hann forsögn á uppsetning há-
karlalóðarinnar og öðrum útbúnaði til
veiðifararinnar á »Stjörnunni«.
Utbúnaði hákarlalóðarinnar er lýst á
Þessa leið: Strengurinn er úr mjóum
manilla-kaðli V/2 þi. utan um sig. Á
strenginn voru taumarnir knýttir á þann
hátt, að auðvelt væri að leysa þá af, ef
lóðin ílóknaði, 10 faðmar voru hafðir
milli tauma (Norðmenn kváðu stundum
hafa 15 faðma. Taumurinn er hafður þrír
til fjórir faðmar á lengd. (Lengd hans er
nokkuð höfð eftir borðhæð skipsins, sé
taumurinn of stuttur eftir borðhæð og veltu
skipsins í sjógangi er meiri hætta á að
hákarlinn slitni af önglinum, ef taumur-
inn fer að toga hann yfir sjávarflöt, áður
en í hann er borið). Við strenginn er fyrst
stúfur úr 1 þl. kaðli til þess að auðvelt
sé að knýta og leysa hann af strengnum.
Þá tekur við vír, bæði var hafður benslisvír
eða tveir þættir samansnúnir úr hæsivír
(þótti sá síðarnefndi betri), í auga á vírn-
um var kaðaltaumendinn knýttur. Neðan
í vírnum og næst önglinum er um 1 al-
innar löng, grönn hlekkjafesti. Auga er á
önglinum og hann kræktur í festina. Milli
festarinnar og vírsins er góður sigulnagli,
sem getur snúist eftir því sem hákarlinn
snýst í kringum tauminn. Festin er aðal-
lega höfð fyrir ofan öngulinn í þeim til-
gangi að hákarlinn vinni síður á henni
(bíti hana síður sundur en vírinn). Sæ-
mundur sagðist þó ímynda sér að vír
dygði í öllum qeðri hluta taumsins, en
eigi mætti gleymast að hafa sigulnagla í
taumnum svo hann gæti snúist. Önglarnir
voru á stærð við haukalóðaröngla, en mættu
líklega vera heldur stærri.
Lóðina má hafa 1000 til 1500 faðma
langa til þess að leggja 100 til 150 öngla
í einu. Lengri línan lögð þá gott er veður
en styttri í slæmu veðri. Lóðin er stytt og
lengd með því að leysa frá eða hnýta við
nokkuð af strengnum. 35 til 50 pd. dreki
er á báðum endum lóðarinnar. Uppistaða
á endanum er úr þumlungs kaðli að ofan
en gildari kaðli neðstu 50 faðmana. Hún
mundi að ofan ef til vill mega vera úr
6 pd. færi. Bezt hún sé sem grenst vegna
strauma aðeins nægilega sterk. Stórir belgir