Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1919, Blaðsíða 7

Ægir - 01.10.1919, Blaðsíða 7
MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 12. árg. til Fiskifélags íslands frá Mattli. ólafssyni. ------ (Frh.) Þe gar eg var í Gloucester fyrri hluta vetr- ar 1917—iS, kynti eg mér nokkuö reykingu a síld. En af því eg taldi mig eigi hafa getaö kynt mér alt, sem aö síldarreykingu og pökk- un laut, fól eg JóniEinarssyni frá Ekru i Norö- íii'ði, sem aö tilhlutun Fiskifélags Islands fór '''estur til Ameríku haustið 1918, til að læra alla meðferð á fiski, eins og hiin er þar fyrir ameríska markaðinn, aö kynna sér þetta bet- tir. Hefir Jón iært þetta tíl hlítar og mun geta kent þaö hér, ef einhver óskaði, ])egar, eöa ef kann kemur heim aftur, sem líklega veröur aö vori. Hefi eg fengið skýrslu frá Jóni um þetta Hni. Ber henni í öllu saman við athuganir mínar, en er nokkru fyllri, sem aö líkindum ræður, þar sem hann var þá orðinn þessu ná- kunnugur. Aðferðin er, í stuttu máli,-sem hér segir: Síldin flyzt til Gloucester frá Newfound- land söltuð, annaö hvort í stabba í lestinni ^ða í tunnum. Er hún fyrst afvötnuð, misjafnlega lengi, tftir því hvort hún er harð- eða linsöltuð. Að ]íví búnu er hún aðgreind í floklca eftir gæðum. Síld sú, sem er með öllu gallalaus sætir betri meðferð. Flokkarnir eru 4 og nefnast þannig: 7- f k F a n c y (feitasta sildin og að öllu leyti ósködduð. Nr. 10-11 2. fl. Gold-seal (miölungsfeit og ósködd- uð). 3. f 1. B o n e 1 e s s H e r r in g (öll smærri síld). 4. f 1. W a n g e r U n i v e r s a 1 s m 0 k e d b 1 o a t e r s (alt gölluð síld, rig-in og meira og minna sködduð). Fyrst er síldin hreistruð með áhaldi, sem nefnist „sheller“, mætti nefna það hreistrara á íslensku. Að því búnu er henni smeygt upp á teina, sem eru 36 þuml. langir og um þuml. að þvermáli. Er teininum smeygt undir hægri kinn og út um munninn, og eru 14 síldar þræddar á hvern tein og snúa allar eins. Er þess vandlega gætt, að síldin eigi snerti hver aðra. Því næst eru teinarnir látnir á slár, sem eru settar í gróp hátt og lágt um húsið. Á neðstu slánum er reykt ýsa eða einhver fisk- tegund, sem betur þolir hitann en sildin. Slárnar, sem teinarnir eru lagðir á, ná eigi hærra upp en að þakbrún. Uppi í rjáfrinu eru íeyktar ýmsar aðrar fisktegundir. Venjulegast er notað sag til að reykja við. Er það lagt í rifgarða þvers um gólfið, sem er úr steinsteypu. Eru instu rifgarðarnir gildastir, vegna þess að þar er verst að komast að, sök- um reyksins. Dálitlu af steinolíu er helt yfir sagið og svo kveikt i. Þegar olían er útbrunnin sviðnar sagið og gerir mikinn reyk. Hitinn má ekki verða yfir 320 Celsius, og helst elcki yfir 270 C., því ella skemmist síldin. Þegar hitinn ætlar að verða of mikill, þarf að dreifa úr saggörðunum og jafnvel opna huröir og glugga. Reykjavík, október—nóvember 1919

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.