Ægir - 01.10.1919, Blaðsíða 10
112
Æ GIR
manna, fæst hvorki salt né kol e'öa olía, aö
mér var sagt. Þar standa mörg verslunarhús
og stór hálf-tóm og fást ekki leigö þrátt fyr-
ir mikla þörf útvegsmanna. Bryggja er þar
ein, sem verslun á, og setur hún kostina. Bæj-
arbúum hefir ekki enn tekist aö fá mælt út
hentugt bryggjustæöi handa sér. Lifrar-
bræöslu hafa þeir í félagi og er það víst gott
fyrirtæki. Annars mun mestöll lifur þar syöra
ganga óbrædd beint til kaupmanna og seld í
vetur fyrir 35—40 aur. liter í sumurn veiði-
stöðvunum. Nokkrir rnenn kvörtuðu þar undan
óhagstæöri verslun með fisk og veiðarfæri, og
óskuðu eftir að Fiskifél. íslands reyndi að
ráða einhverja bót á því.
í Garðinum er kaupfélag, sem líklega á fyr-
ir sér að þroskast ef því verður laglega stjórn-
að. Það kaupir vörur hér í Reykjavík og seldi
fisk félagsmanna í einu lagi í sumar.
í Keflavík er lítill vísir til kaupfélags og
ekki ólíklegur til vaxtar. Eru þar mörg ytri
skilyrði til góðs félagsskapar. Það háir félags-
skap um fiskverslun í öllum veiðistöðvunum
syðra, að kaupmenn hafa öll geymsluhús á
valdi sínu. Garðmenn ætla sér að reisa hús í
haust og munu þar fleiri á eftir fara.
Hafnleysið er annar meginannmarkinn, og
er víst lítil von um að úr því verði bætt á
nálægum tíma.
Eg endurtek það, að áhrifa Fiskifélagsins
gætir of lítið á öllu svæðinu. Mönnum finst fé-
lagið aðgerðalaust, og að það gæti miklu
meira. Sumstaðar bólar á talsverðum misskiln-
ingi urn tilgang félagsins og störf þess.
Nokkur bót kynni að vera að því, að fær
maður héldi fræðandi og vekjandi fyrirlestra
í hverri veiðistöð um það leyti árs, er minst
er að gera. Myndi máske gera deildirnar fjör-
ugri og glæða félagsandann.
Námskeið í mótorfræði og siglingafræði
mundi heppilegt að halda þar öðru hvoru. Fé-
laginu ríður á að halda uppi einhverri starf-
semi, sem allir menn hljóta að sjá að er til
verulegra framfara; annars er hætt við að
doði komi í deildirnar og þá er félagsheild-
inni og virðingu félagsins hætta búin.
Páll Bjamason.
Þorskanetaveiðar
í Vestmannaeyjum.
Þorskanetaveiðar og brúkun þorskaneta er
að smáfærast út hér á landi. Eg hefi sagt frá
öllum nýjum tilraunum í þá átt í eldri ár«
göngum „Æg-is“, og er það alleftirtektarvert,
að þær fara í heild sinni, kringum landiö
móti straumnum, frá Faxaflóa suður um
land og austur með, Miðnes, Hafnir, Grinda-
vík, Þorlákshöfn, Eyrarbakki, Stokkseyri,
Vestmannaeyjar, Seyðisfjörður, Revðarfjörð-
ur, Norðfjörður og Fáskrúðsfjörður, eru þau
svæði, sem tilraunirnar hafa verið gerðar á,
og nokkurn veginn í þeirri röð, sem hér er
greint, og á öllum þessum stöðum, nema á
Austfjörðum, má nú telja tilraunirnar orðn-
ar að veiðum, sem stundaðar eru með eins
vissum árangri á ári hverju og aðrar veiði-
aðferðir. Aftur á móti hefir fremur lítið orð-
ið úr ýmsum tilraunum, sem gerðar hafa ver-
ið vestanlands og norðan.
Þær tilraunir, sem eg ætlaði að slcýra nán-
ara frá, eru tilraunirnar í Vestmannaeyjum.
Þær sýna ljóst, hve arðsamar þorskaneta-
veiðarnar geta verið, þegar vel er á stað far-
ið af mörgum, með miklum útbúnaði, svo að
reynsla fæst tiltölulega fljótt, fljótara en
þegar fáir menn reyna lítið eitt og hikandi,
og með almenningsálitið og ótrú á nýbreytn-
inni á móti sér.
Tilraunirnar í Vestmannaeyjum byrjuðu
fyrst eins og eg hefi skýrt frá í „Ægi“, 4.
árg., bls. 54. Það var Þorsteinn Jónsson i
Laufási, sem reið á vaðið. Fékk hann nokk-
ur net frá Reykjavík, og lagði þau 13 í apríl