Ægir - 01.10.1919, Blaðsíða 11
ÆGIR
113
1908. Tilraunirnar mistókust, því aö hann,
fékk að eins e i n n þorsk í netin. Að þau
voru ekki veiðnari en þetta, kendi hann því,
að teinarnir væru af snúðharðir og sneru
saman netin. Gerði hann ekki nema þessa
einu tilraun það árið, enda kom þá samtím-
is mikill afli á lóð. Svo reyndi hann ekki fyr
•en 1911. Þá lagði hann 5—6 sinnum, í tvö
skiftin við Elliðaey, en í þrjú undir Land-
eyjasandi og fékk alls um 500 fiska. Svo
reyndi hann ekki oftar. Þó að tilraunir þess-
ar gæfu lítið i aðra hönd, þá sýndu þær þó,
•að þorsk mætti veiða i net við Vestmanna-
■tyjar. Þorsteinn á heiðurinn fyrir að hafa
íýnt það og sannað.
1912 og 2—3 næstu ár, gerði norskur fiski-
maður, Förland að nafni, nokkrar ýtarlegri
tilraunir. Hann hafði mótorbát, en vantaði
„spil“ til þess að draga netin með. Lagði
hann við og við, að eins á miðunum í „Fló
anum“, fyrir austan Heimaey, en aflaði yfir-
ieitt lítið, mest 10—13 þúsund, eitt árið.
1916 byrja tilraunirnar fyrst alvöru. Þá
taka þeir við Magnús Guðmundsson í Vestur-
húsum, Gísli Magnússon í Skálholti og Stef-
án Guðlaugsson í Gerði. Lögðu þeir net sín
í „Flóann“ og SA af Bjarnarey og öfluðu vel,
•enda var mikill fiskur fyrir og allur útbún-
nður fullkominn, mótorbátar með spili og
góð net. Tóku alls 5 bátar þátt i þessunr til-
i'aunum, 3 frá hinum umgetnu mönnum og
svo tveir frá Förland.
1917 héldu þessir 5 bátar áfram og nokkr-
lr í viðbót, og lögðu á sömu slóðum og vet-
uiúnn áður. Þá kom afarmikil sílferð í Fló-
^nn 11 marz, alveg inn að Klettsnefi og suð-
Ur með Urðunum. Aflaðist þá ákaflega vel í
netin, alveg inni á Vík. Síðari hluta vertíð-
arinnar, fóru þeir að leggja suður við Geir-
fnglasker.
J9] 8 voru bátarnir orðnir 20—30. Kom þá
aftur mikið sílis (loðnu) hlaup í Flóann, 13.
niarz, og varð mikill afli. Síðari hluta ver-
tíðar var aftur fariö til Geirfuglaskers og
lengra út á „Bankann“, sem þeir nefna svo.
Það er djúpt vik inn í grunnið, urn 8 sjómíl-
ur S.V. af Skerinu („La bouteille" Frakka).
Þar aflast rnjög vel í net.
1919 stunduðu eitthvað 40 mótorbátar, eða
um % af öllurn flotanum, netaveiðar. Var þá
ágætis afli á Bankanum og mikil síld i fisk-
inum.
Næsta vetur verða þorskanetaveiðar eflaust
stundaðar af öllúm þorra mótorbáta í Eyjun
um, svo það má segja, að þorskanetabrúkun
sé nú fastur liður i fiskveiðum þar, og hann
eigi óverulegur.
Hér er sögð saga þorskanetaveiða Vest-
mannaeyja í fáum orðum, og fer eg þar að
mestu eftir upplýsingum, sem útvegsbóndi.
og formaður Magnús Guðmundsson í Vest-
urhúsum gaf mér góðfúslega í sumar, eftir
aflabókum sínum.
Um tilhögun veiðanna að öðru leyti og
reynslu þá, sem ménn hafa þegar fengið um
þorskanetalagnir við Eyjarnar, skal eg bæta
því við, að fyrst lögðu þeir netin seint á
Þorra eða í Góubyrjun, en nú ekki fyrri en
í 4. viku Góu (miðjum marz) finst netafisk-
ur ekki kominn fyr að ráði, (sama reynsla
og lengra út með og við Faxaflóa, sbr. á-
kvæðið garnla, þar um 14. marz sem fyrsta
netalagnardag). Eru svo veiðarnar stundað-
ar til vertíðarloka, en úr því apríl er liðinn,
hættir netafiskur að fást fyrir austan Eyj-
arnar.
Undir Landeyjasandi hefir eklci gefist vel
að leggja net, botn slæmur og mjög hörð
föll (straumar), einkum í stórstraumum.
Hinir minni bátar hafa 8—10 net i trossu,
hinir stærri 12—15. Menn leggja eina til
tvær, stundum þrjár og jafnvel fjórar tross-
ur í einu. Menn leggja á alt að 70 faðma
dýpi. Netin slitna mjög fljótt af mkilli á-
reynslu, þeim er haldið niðri af járnbentum
stjórum með áföstum nokkurs konar akkeris-
spöðurn. Stjórar þessir eru feikna mikil bákn
(c. 200 kg.), sem þyngja netin mjög í drætti.