Ægir - 01.10.1919, Blaðsíða 19
ÆGIR
121
og hin fyrsta orSsending, sem sjómaöurinn
fær þegar hann kemur að landi, eru prent-
uð nafnspjöld skraddara, veitingamanna,
gistihúsa og skækjuhúsa og talar hópurinn,
sem fyrstur heimsækir skipin skýrt og skor-
inort fyrir gæðuin þess , sem í boöi er, því
mennirnir eru sendlar, eöa nefndir á sjó-
mannamálinu, enska oröinu runners.
Þeir bjóöa alt fram, sem gint getur sjómann.
nýkominn úr langri ferð, og gengur þeirn
ótrúlega vel a'ö mæla meö því, setn í boöi
er, enda vantar ekki frekjuna og þótt undar-
legt sé, þá vara sjómenn sig ekki á klækj-
um þessara manna, hve oft sem þeim veröur
það augljóst, aö svik eru höfð í frammi.
Gegn þessu hefir verið barist á ýmsan hátt
°g hafa trúboðar út um allan heim unniö aö
því að foröa sjómönnum frá áhrífum þeirra,
setn hafa öll brögö í frammi til að leiða þá
ufvega. Trúboöum varð það brátt ljóst, að
orð og áminningar gleymdust íljótt og aö
hér þurfti annaö meira. Það vantaöi hús, þar
setu sjómenn gætu hvílt sig, lesiö, skrifað og
varið frístundum sínuin á siösaman og skyn-
samlegan hátt. Þessu var fljótt komið á, og
nu er vart í útlöndum svo lítilfjörlegur bær
Vl® sjóinn, aö þar sé ekki lestrarsalur fyrir
sjomenn. Skýrslur yfir gesti sýna glöggast
arangurinn, sem þegar er orðinn afar mikill.
Hvertvetna í heiminum, þar sem nokkuð
Þveöur aö skipaferðum, hafa risið upp menn
°S munu gera, sem gera komur sjómanna að
atvinnugrein, þaö verður sannkölluð versl-
Un> sem gefur mikinn arö og hefir gert suma
IH ríka, er hann hafa rekiö, og viðskiftin
eui greið og rekstursfé þannig varið, að þaö
1 ennur í sjóö í stað þess aö greiöast úr sjóöi
Margir sem reka þessa atvinnu, sem oftast
endar með mansali, eru slæpingjar, sem láta
sjomennina vinna fyrir sér, en gjalda þeim
vinnuna meö svikum og prettum. Góðan tal-
nnda veröa þeir að hafa, eigi verslunin aö
hlómgast, afsakanir og rökfærsla verður aö
Veia á reiðum höndum, og er þaö aö jafnaöi
til þess, aö svo líti út og almenningsálit veröi
það, að þeir séu hinir brjóstgóöu heiöurs-
menn, en sjómennirnir syndaselirnir.
Þessi atvinnurekstur getur slæöst hingað
jafnt og til annara staða, en gæti orðið hættu-
legri hér en víðast hvar annarsstaðar, vegna
þess, að hér er hann óþektur og menn vör-
uðu sig síður á honum, en þar, sem móti hon-
um er barist, og allir hafa viðbjóð á honum.
Eg veit ekki hvort sú hugmynd vakti fyr-
ir þeim, sem báru fram tillöguna um, að
Fiskifélagiö eignaðist hús, og í því væri
lestrar eða samkomusalur fyrir sjómenn, að
í þeim sal yrði unnið gegn sjómannaræningj-
um og óþverrahúsum, er upp kynnu að rísa
beinlínis vegna þeirra, en sú hugmynd gæti
einnig átt við, og vonandi auönast Fiskifé-
laginu aö hafa ávalt þá menn í þjónustu sinnl,
sem hafa augun opin fyrir flestu, er komiö
gæti íslenzkri sjómannastétt að gagni, og eitt
af því er, að benda sjómönnum á, þegar illa
ætti með þá að fara og þær bendingar gætu
komið frá ræöustól salsins, jafnt og aðrir fyr-
irlestrar, sem fluttir kynnu að verða til gagns
og skemtunar sjófarendum. Hiö helsta tæki-
færi til bréfaskrifta fyrir sjómenn er, þegar
skip þeirra liggur við land, en oft vill þaö
þó til, að það tækifæri gefst aldrei. Við land
er að öllu jöfnu þrengra í hásetaklefum og'
meiri ærsl, en þegar skipið er á rúmsjó.
Mundi því sjómönnum vera það kært, að þeir
í næöi gætu skrifað til fjarlægra vandamanna
og vina, í herbergi þar sem þeir vissu, aö
þéir væru velkomnir.
Allir þeir, sem nokkur kynni hafa af sjó-
mönnum og þeirra heimilum, kannast við þá
gleði, sem lítið bréf getur fært, og lestrarsal
irnir úti um heim hafa gefið sjófarendum
bestu tækifærin til þess aö láta vandamenn
sína frétta af sér. Þar sem talað er um opin-
beran lestrarsal fyrir sjómenn, er álitið svo,
að allir sjómenn, hverrar þjóöar sem eru, séu
þangað velkomnir.
Við íslendingar, sem um höfin höfum siglt,