Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1919, Blaðsíða 17

Ægir - 01.10.1919, Blaðsíða 17
ÆGIR 119 gilda!!! afsökun: ÞaS var ekkert víst, a‘S vitavörSur heföi séö hátana, þótt sími heföi verið og h a n n h e f ö i g e t a ð t i lk y n t þ a ð, a ö m e n n v æ r u í h á s k a s t a d d i r og með slíkum afsökunum er símalagningu til vitans frestað ár frá ári. Auk þess virðist það lítil mannúð að einangra vitavörö þann- ig, að hvorki sé hægt að kalla læknir, eða aðra aöstoð ef á liggur. Sími til Reykjaness hefði sparað kaupstöð- tina við Faxaflóa talsvert fé, því töf skipa er dýr og alt, sem legst á vöru sem viö kaup- um eykur verð hennar og einnig töfin. Vitavörður verður það oft var við skip, sem fram hjá fara, að innan handar væri honum að tilkynna það í síma til Reykja- víkur, að nú færi skip að tiltekinni tegund fram hjá, og þessar tilkynningar yröu fleiri, ef hann fengi skipun til þess að tilkynna alla umferð, sem hann yrði var við og fengi sér staka þóknun fyrir það, en þetta er alls eigi einhlítt. Til þess aö tilkynningin verði að' hinum réttu notum, ])á þarf hann að geta greint frá nafni skipsins, hvaðan það sé, og hvert það eigi að fara, en til þess þarf merkja stöng, flögg, signalbók og þekkingu að nota hana. Fyrir kaupstaði við Faxaflóa mundi það storgróði, að sigling skipa fram hjá Reykja- nesi væri tilkynt þangað. Verkstjórar hefðu tíma til þess að smala saman fólki, og vildu þeir nokkuð styðja betta mál, ættu þeir að lýsa örðugleikum sín- um á vorum og sumrum, þegar skip koma hingað öllum að óvörum, sem fljóta af- greiðslu þurfa. Kaupmenn ættu að skýra frá hvað tafir skipa kosta og margt fleira mætti felja upp, sem skýrði óþægindi af skipakom- um, sem enginn veit um fyr en skipstjórar homa á land með skjöl sín og segja: „Hér er eg, nú verður að byrja að afferma." h egna þessarar tilhögunar sem nú er, verða verkstjórar oft að tryggja sér vinnukraft mörgum dögum á undan væntanlegum skipa- komum, en hvernig er sú trygging? Eitt er einnig að athuga og það eru stóru seglskipin, sem hingað koma með steinolíu. 2000 tonna skip kemst að Reykjanesi, en vill ekki leggja þaðan í flóann, þá er ekki annaö fyrir, en fara leiðina út fyrir öll Fuglasker og lengja þannig ferðina, eða að gefa merki um, að það óski eftir að fá dráttarbát. Sú- ósk verður að eins sýnd með flöggum og ekki komið áleiðis án þess að á Reykjanesi sé- merkjastöð, maður, sem kann að lesa merk- in og sími til þess að bera fram óskina, þáng- að sem henni er beint. Nú má vænta þess, að botnvörpuskipum fjölgi; til þess að afgreiða þau þarf fólk og fyrirvara til að ná því saman. Fyrir tilkynn- ingu frá Reykjanesi um að þetta eða hitt fiskiskip væri á ferðinni, mundu allir, er hlut ættu að máli vera þakklátir, auk þess, sem það eru bæjarfélaginu beinar tekjur, að dvöl fiskiskipa í höfn á vertíð sé sem styzt. Tií að auka framkvæmdir á höfninni og stytta legudaga skipanna er merkjastöðin á Gróttu þýðingarlítil, til þess er hún of nálægt. Út- gerðarmenn, kaupm. og við hinir, sem borg- um öll álög, verðum að heimta alt, sem færii' oss fé og dregur úr verði og hætta aðveraþað g a m a 1 d a g s, að álíta, að alt geti drasl- að áfram umhugsunarlaust. Við verðum að fá ábyggilega vita á þeim stöðum, sem far- menn eða fiskimenn setja stefnur sínar á eða frá, er þeir leita landsins eða sigla frá þvi. —■ Alt þessu viðvikjandi verður að vera á- byggilegt og gott, þannig að þeir, sem rmi sjóinn fara, geti reitt sig á það, því komi það fyrir, að siglingamerki íslands séu álitin ó- ábyggileg, þá má vænta þess að iðgjöld skipa ásamt farmgjöldum hækki, og þá hækkun berum við öll. Þar sem það hefir komið fyrir, að sjóhrakt- ir menn hafa verið á reki í ofsaveðrum við nesið og enga björg séð, þá ætti þaö eitt að hafa orðið til þess að sími þá þegar heföi ver-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.