Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1919, Blaðsíða 8

Ægir - 01.10.1919, Blaðsíða 8
110 ÆGIR Mjög mislangan tíma þarf til aS reykja síldina. Fer það að mestu eftir veðráttu. Ef ioftílagið er rakt stendur reykingin yfir alt að þremur dögum, en í þurviðri má reykja á 48 klst. Þegar síldin er orðin gul í gegn, er hún talin fullreykt, þó er þetta mismunandi eftir því til hvaða staðar síldin á að seljast. Þegar reykingunni er lokið, er sildin pökk- uð í kassa, 50—100 stk. í hvern. Stærð kassanna er: 6X10X16 þuml. og 8 x 10 x 18 þuml. I mars síðastliðinn vetur var verðið á No. 1 (Fancy) $ 5.00 pr. 100 stk. og á No. 2 (Gold- seal) $ 2.70 pr. 100 stk., og er það að vigt, hvort um sig .ca. 27 lbs. Á hverja síld er settur miði (tag), er til- greinir tegund. Þegar síldin er pökkuð er sama tegundin pökkuð inn undir ýmsum breytilegum nöfnum. Mun það þykja álitlegra til sölu. Þannig er „F a n c y“ pökkuð inn með þess- um nöfnum: Fancy Brand (smoked bloaters) Viking Brand — — Plymouth Head — — Sheffield Brand — — Grimsby Brand — —• Cured, Koh-i-noor. G o 1 d - s e a 1: Duncansby head U n i v e r s a 1: Blue seal, Arcadia, Golden Buch. Fyrir ófriðinn hafði síld þannig verkuð ver- ið mjög mikið etin uppi í landinu, en þegar ófriðurinn hófst, hækkaði hún svo í verði, að sala á henni hefir mjög minkað. Fyrir ófrið- inn kostaði tunna af síld í Labrador eða New- foundland $ 5—7, en nú $ 10, og komin til Gloucester eða Boston um $ 25. — Utan á síldarkassana er prentað með stóru rauðu letri nafn tegundarinnar, nafn seljanda, tala síld- anna í hverjum kassa og þyngd. 3. flokks síldin, „Boneless Herring“, cr flegin þegar búið er að reykja hana og' tekinn úr henni hryggurinn, að öðru leyti er farið með hana eins og 1. og 2. flokks sildina. Eigi hygg eg að Ameríkumenn búi til reykta sild úr olíu, að minsta kosti er það ekki gert í Boston eða Gloucester, og hvergi sá eg slíka síld með amerískum merkjum. Hins vegar sá eg þá síld frá Noregi, frá Bjelland og frá Dan- mörku frá Beauvais verksmiðju. Þegar eg fór utan, haustið 1918, varð Jón Einarsson frá Ekru, sem áður er nefndur, mér samferða vestur. Hafði Fiskifélag íslands veitt honum 1000 kr. ferðakostnaðarstyrk, en eg hafði lofað að útvega honum atvinnu vestra. Var svo tilætl- að, að Jón lærði í Gloucester meðferð á fiskU tegundum yfirleitt, og sérstaklega á svoköll' uðum Boneless fish. Dvaldi Jón hjá mér í New York um hálfs- mánaðartíma eftir að við komum vestur, en að þeim tíma loknum fór eg með honum norð- ur til Gloucester. Tókst mér að útvega honum atvinnu viö fiskverkun með sæmilegu kaupgjaldi, og byrj- aði hann á reykingu, af því hann komst eigí þá þegar að fiskifláttarloftunum. Þegar eg fór að vestan, í byrjun maímánaðar, var hann búinn að kynna sjer flest það, er lýtur aö meðferð og pökkun á flestum fiskitegundum, svo og verð á umbúðum og fiskitegundunum hverri um sig. Býst eg við, að hann verði séerlega vel fan‘ um að kenna þessar aðferöir, ef einvherjii' hér heima vildi gera tilraun með þannig út- búinn fisk. Vildi eg ráða Fiskifélaginu til, að senda honum nokkuð fé til að kaupa sýnishorn af umbúðum og ýms áhöld, sem nauðsynleg eru við verkun á „Boneless fish“. Væri eigi hugsað til að kaupa fiskmylnuna, sem getið er í skýrslu minni 1918, mundi þetta

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.