Ægir - 01.01.1922, Síða 7
ÆGIR.
MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS.
J5. árg.
Reykjavik, Janúar — Febrúar 1922.
Nr. 1-2
Fjórðungsþing Áustfirðinga.
Arið 1922 íimtudaginn 12. janúar, var
fimta Qórðungsþing fiskideilda í Aust-
firðingafjórðungi, sett og haldið á Norð-
firði.
Þessir fulltrúar voru mættir:
Fyrir Seyðisfj.deild Vllhjálmur Árna-
son og Herm. Þorsteinsson.
Mjóafjarðardeild Sigurður Eiríksson.
Norðfjaaðardeild Lúðvík S. Sigurðsson
og Ingvar Pálmason.
Eskifjarðardeild Bjarni Sigurðsson og
Friðrik Steinsson.
Reyðarfjarðardeild Bjarni Nikulásson.
Fáskrúðsfjarðardeild Sveinn Benedikts-
son og Arni Sveinsson.
Forseti Ingvar Pálmason setti þingið,
bauð fulltrúana velkomna, og var þar
óieð settur
1. Pingtundur.
Forseti lagði fram svohljóðandi dag-
skrá fyrir þingið.
1. Tollmál.
2. Samvinnumál.
•í. Spánartollur.
4. Fiskiveiðasýning.
5. Fiskimat.
6. Vitamál.
~. Steinolíumál.
Strandvarnir.
Þá var tekið fyrir fyrsta mál á
fiagskrá.
Tollmál.
Framsögumaður Vilhjálmur Árnason
skýrði frá hvað gerst hafði í málinu í
Seyðisfjarðardeild, og lagði til að kosin
yrði 5 manna nefnd i málið.
Eftir nokkrar umræður voru þessir
menn kostnir i nefndina.
Bjarni Sigurðsson með 9 atkv.
Sveinn Benediktsson með 8 atkv.
Lúðvik Sigurðsson með 8 atkv.
Hermann Þorsteinsson með 6 atlcv.
Ingvar Pálmason með 6 atkv,
Samkvæmt ósk framsögumanns Herm.
Þorsteinssonar var samvinnumálinu frest-
að til næsta fundar, og þvi tekið fyrir
næsta mál á dagskrá, Spánartollur.
Spánarlollur.
Framsögumaður Hermann Þorsteins-
son skýrði frá afstöðu sinni í málinu, og
ettir nokkrar umræður, var fundarhlé
til kl. 2. e. h,
Fundur settur kl. 2, allir fulltrúar
mættir, haldið áfram umræðum um
Spánartollinn, og málinu þvi næst vísað
til tollmálanefndar. Því næst var tekið
fyrir næsta mál á dagskránni.
Samvinnumálið.
Eftir nokkrar umræður bar framsögu-
maður Hermann Þorsteinsson fram til-
lögu um að kosin yrði 3. inanna nefnd
í málið. Bjarni Nikulásson bar fram
svohljóðandi breytingartillögu, við tillögu
framsögumanns, að kosin yrði 5 manna
nefnd i stað 3.