Ægir - 01.03.1929, Blaðsíða 12
56
ÆGIR
Aðalfundur
Stokkseyrar Fiskideildar.
Árið lí)29, þriðjudaginn 22. jan. kl. 6
e. m. var aðalfundur fiskideildar
Stokkseyrar settur og haldinn í sani-
komuhúsinu „Gimli“ á Stokkseyri og
voru þar tekin fvrir meðal annars eftir-
töld mál:
/. Snepilrásin.
Jdn Sturlaugsson hafnsögumaður
skýrði frá þvi að síðastliðið ár hefði
ekki verið liægl að gera Snepilrásinni
neitt sökum fjárskorts. En á þingmála-
fúndinum liér á Stokkseyri liinn 20. þ.
m. hefði verið sáinþykt áskorun til Al-
þingis, um kr. 3000 þrjú þúsund
króna styrk frá ríkinu til Snepilrás-
arinnar, og hefðu þingmenn kjördæmis-
ins lofað að fylgja málinu vel fram.
Voru síðan kosnir þrír menn til að
koma málinu til framkvæmda. Kosn-
ingu hlutu þeir Jón Sturlaugsson liafn-
söguni., Sig. Heiðdal útgerðarm. og Frið-
rik Sigurðsson formaður fiskideildar
Stokkseyrar.
2. Fiskimat.
Friðrik Sigurðsson skýrði frá þvi, að
stjórn deildarinnar liefði l)ent á Nikulás
Torfason sem fiskimatsmann, og hefði
hann verið útnefndur til þess starfa af
yfirfiskimatsmanni.
3. Viti.
Friðrik Sigurðsson og Jón Sturlaugs-
son skýrðu frá því, að vitamálastjóri
hefði minst á að viti mundi koma upp
hér um slóðir.
Eftir nokkrar umræður var horin upp
og samþvkt svohljóðandi tillaga:
„Aðalfundur fiskideildar Stokksevrar
1029, skorar á vitamálastjóra að beita
sér fvrir þvi, að reistur verði viti á „Ira-
gerðisbakka" eða „Loftsstaðahól“ á
næstkomandi sumri“.
k. Mótornámskeið.
Friðrik Sigurðsson og Jón Sturlaugs-
son skýrðu frá gangi þess máls.
Hafði stjórn deildarinnar margskrif-
að stjórn Fiskifél. íslands, og svo til
stjórnarráðs íslands, heiðnir um, að
mótornámsskeið vrði haldið hér á
Stokkseyri á síðastliðnu liausti. En þeir
fengu jafnan afsvar, þrátt fvrir það.
þótt deildin byði fram kennara, sem
kent höfðu við námsskeið hér áður, og
annar þeirra hafði þar að auki geng-
ið á mótorvélaverkstæði erlendis.
Sömuleiðis var bent á. að þeir, sem út
hafa skrifast frá fvrri námskeiðum hér.
hafi reynst hæfir til starfans. Þar til
síðast að stjórn Fiskifél. íslands bauð
upp á námsskeið, sem skyldi byrja i jan.
j). á. (1929). En þar sem að þeir nem-
endur sem liöfðu gefið sig fram, til
þess að læra að haustinu, voru flestir
farnir til atvinnu, í fjarlægar veiðistöðv-
ar, var ekki hægt að sinna því. Voru
þeir um 20 að tölu, úr Gaulverjabæjar-
hreppi, frá Stokksetyri og Eyrarbakka-
Var stjórninni þakkað fyrir afskifti sín
af málinu. Voru fundarmenn sammála
um að nauðsynlegt væri, að hér yrði
haldið mótornámskeið, og að kapp yrði
lagt á að það yrði á komandi liausti.
Var siðan samþykt svohljóðandi tillaga:
„Fundurinn lýsir óánægju sinni vfu’
framkomu Fiskifélags íslands, með neit-
un á mótornámskeiði hér siðastliðið
haust. Og' skorar á stjórn Fiskifélags-
deildarinnar hér að gera sitt ýtrasta til
að haldið verði mótornámsskeið her
austanfjalls á komandi hausti“.