Ægir - 01.03.1929, Blaðsíða 14
58
ÆGIR
vitneskju um hagnaðinn af kassasöltun,
en aðeins einn maður hafði, mér vitan-
iega, gjört tilraun til þess að komast að
áliyggilegri niðurstöðu um þetla, en
liann er nú látinn fyrir nokkrrum ár-
um, og niðurstöður lnms liafa ekki fund-
ist skráðar. Ég reyndi að fá ýmsa út-
gerðarmenn til þess að gjöra athuganir
um þetta, og nokkrir þeirra byrjuðu
eitthvað á því, þær athuganir fóru allar
út um þúfur, en allir álitu þeir að hagur
væri að því að kassasalta. Til þess að
komasl að niðurstöðu um þetta, varð ég
Jivi að kaupa fisk og gjöra tilraunir með
hann.
Skal nú sagt frá niðurstöðunni af
þessum tilraunum, en fvrst skýrt frá
söltunavaðferðiiini.
Söllunarílút. Fiskurinn er saltaður í
stóra löglielda kassa. Þeir eru venjulega
gjörðir úr plægðum 1 V> Jniml. þykkum
horðum. Stærðin á þeim fer eftir því,
hvað aflavonin er mikil, hvort veiðin
er stunduð á litlum eða stærri bátum.
Hæfilegt þvkir að salta úr einum róðri
í kassann og því verða menn, sem ein-
göngu ætla að salta á J>ennan liátt, að
liafa að minsta kosti 2—3 kassa. t öðr-
um kassagaflinum, niður við hotn, er
liaft gat, til þess að tæma pækilinn, og
)>arf kassinn að hallast lítið eitt að J)ví.
Menn hafa líka matartunnur til að salla
i, og getur það gengið fyrir smáan fisk,
en vænni fiskur svignar til hliðar eftir
lögun tunnunnar og heldur J)ví lagi síð-
an, og J)vi ættu menn ekki að nota
tunnur.
Söltiui. Áður en farið er að salta i
kassann, má ekki vera í lionum lögur
eða pækill frá næstu söltun á undan. f
þessum legi er æfinlega meira og minna
af hlóði og ólireinindum er sesl að í
nýjum fiski, sem látinn er ofan í löginn
auk þess, sem saltinnihald lagarins er
svo lítið, að það er með öllu ónóg tii
J)ess að vernda fiskinn frá skemdum, og
tefur fyrir, að fiskurinn taki við J)ví
salti, sem hætt er í löginn. Af þessu er
Ijóst, að það er hið mesta skaðræði að
„salta í pækil". Kassinn verður J)vi að
vera tómur, áður en byrjað er að salta
i hann. Fiskurinn er lagður i hög eins og
venja er til við staflasöltun, en saltað
minna, nálægt 10 kg. af salti í 40 kg. af
slægðum fiski.
Lega í salti. Fiskurinn á að liggja í
kassanum i 2—3 daga, og stór fiskur
virðist megi liggja í 4 daga að skað-
lausu. A öðrum sólarhring er runnið
svo mikið vatn út fiskinum, að hann fer
að fljóta upp í þvi, en hæfilegt l)ykir að
taka liann úr kassanum, J)egar hann er
sokkinn í leginum aftur (eftir 2—3 sól-
arhringa legu), þá virðist hann hafa tek-
ið við því salti, er hann getur tekið á
móti við J)essa söltun. Úr því virðisl
skaðlegt að fiskurinn liggi i legi, fer þá
að hólgna og gulna eða jafnvel roðna.
Umsöltun. Fiskurinn er nú tekinn
upp úr kassanum og lagður í hrúgu eða
garða með roðið upp, og vatnið látið
siga af honum. Varast verður að hleypa
leginum úr kassanum, áður en fiskur-
inn er tekinn. Ef J)að er gjört sest hlóð
og önnur óhreinindi i fiskinn, en sé
fiskurinn tekinn upp áður, skolast öll
slík óhreinindi af honum, verða eftir i
leginum og fiskurinn verður hreinn og
hvitur. Þegar húið er að taka fiskinn
upp er lokan eða tappinn tekinn úr op-
inu á kassagaflinum og leginum Iileypt
út, en meðan hann er að renna, skal
moka eða ýta saltinu sem óbráðið er.
yfir í hinn kassaendann, og' skolast J)að
þá um leið. Þetta salt má svo vel nota
aftur saman við annað salt, i næstu
söltun i kassann. Þegar mesta vatnið er
sigið af fiskinum, t. d. eftir liálfan sól-