Ægir - 01.03.1929, Blaðsíða 7
ÆGIR
51
getið ýmissa hluta annara um opua
háta yfirleitt. Þó verð ég auðvitað að
miða lýsingu mína við þann bátinn,
sem ég þekti best, en það var áttæring-
urinn
„GIDEON“
Var liann talinn með stærstu áttæring-
um um sina daga, hálfrar þrettándu
álnar langur á kjöl, en hálf seytjánda
alin milli stafna; sjö og hálfrar álnar
breiður og hálf önnur alin á dýpt undir
hástokka; árar voru langar, fullar níu
álnir og þriggja þumlunga breið hlöðin.
Bátur þessi var smíðaður í Landeyj-
um, og þegar hann var tilbúinn færðu
Landeyingar liann til Eyja, gekk þeim
vel „út“ en miður til lands aftur., því
að gæftir voru svo stirðar, að þeir urðu
að híða byrjar í 13 vikur; mundi slíkt
þykja ekki liðlegar samgöngur nú, en
'úð þetta urðum við að húa, sem nú er-
um orðnir gamlir, og munum þó varla
Iiafa verið miklu óánægðari og van-
þakklátari við guð og menn, en nú ger-
ist meðal þeirra, sem yngri eru, og betra
piga að venjast bæði um þetta og annað.
Sigling á áttæringum var að öllum
jafnaði hin svokallaða „lokortusigling“,
°g svo var um „Gideon“; voru siglur
ivær, liin fremri hálfníunda alin á hæð,
hin aftari ellefu. í framsegl og klýfir
þurfti 44 álnir af álnar breiðum dúk,
en i aftur seglið 60 álnir.
Formenn á opnum bátum, slíkum sem
<fGideon“ höfðu jafnan hlut við háseta
°g 40 krónur að auki, en hásetar fengu
3—4 króna þóknun, er kölluð var
^skipsáróður11, og greiddi bátseigandi
hvorttveggja. Síðar var sú venja upp-
tekin, að bátseigendur buðu skipverjum
hl sín nokkrum (2—4) sinnum á vertíð
°g veilti þeim sætt kaffi og nieð því,
°g enda stundum vín í kaffið. Þá var og
haldin einskonar veisla, er bátur var
settur í hróf, og veitl hrauð, tóbak og
vín, og ekki nóg með það, lieldur var
hverjum þeim, sem vann að því að
koma skipinu í hrófið, gefin þriggja
pela flaska af brennivíni í nestið.
Meðan fiskað var á liandfæri, var
19—20 manna skipshöfn á hverjum átt-
æring, og að auki einn eða tveir drengir
upp á hálfdrætti. Eftir áttæring voru
teknir fjórir hlutir og kallaðir „dauðir
ldutir“, og var aflanum skift i 23—24
slaði. En þegar farið var að nota lóðir
(í Vestmannaeyjum um 1897), breyttist
þetta nokkuð og þó ekki til muna fyr
en eftir 1900.
Hver háseti var skyldugur til að gegna
„kalli" formanns sins á Kyndilmessu,
uema lögleg forföll kæmu til, en um þau
var varla að tala hjá öðrum en þeim,
sem voru af landi ofan, þvi að þeir
urðu auðvitað að sæta leiði af landi, og
gat þá oltið á ýmsu um komu þeirra í
verið. En hlut fjekk háseti þótt veikur
væri og óverkfær alla vertíðina.
Vertíð var talin frá Kyndilmessu til
loka, en oftast var þá vertíðarróðrum
hætt um sumarmál, og reyndar stund-
um fyr og fór um það eftir gæftum og
aflabrögðum.
„Gideon“ var talinn allmikið skip, en
fremur valtur, væri hann tómur, en þvi
hetri í sjó að leggja seití meira var i
honum, og bar hann í sæmilegu veðri
og sjó 40 fiska hlut af fullorðnum
þorski.
Oft var um þessar mundir farið í há-
karlalegur, og þóttu það svaðilfarir ekki
all-litlar, því að oft var langt róið og
legið úti. Þótti það sæmilegur afli að fá
32 tn. lifrar í legu, enda báru áttæring-
ar ekki meira svo að trvgt þætti, því að
lifur or illur farmur, og var þá haft
meira borð fyrir báru en ella.
Áttæringar með „lokortusiglingu“