Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1929, Blaðsíða 21

Ægir - 01.03.1929, Blaðsíða 21
ÆGIR 65 mál og bendir á aðferSir til að bæta úr aðgerðarleysi. Urðu fjörugar umræður um málið og að þeini loknum bar forstjóri Veður- stofunnar, Þorkell Þorkelsson, fram eftirfylgjandi tillögu: „Aðalfundur telur æskilegt, að stjórn Fiskifjelagsins kalli eigendur smávjel- báta i Reykjavík á fund til þess að gjöra tilraun til að mynda Samtrygg- ingu á opnum vélbátum, með endur- tryggingu hjá vátryggingarfélagi.“ Tillagan var samþykt. Þá fór fram kosning fulltrúa á Fiski- þing og féll kosning þannig: Aðalfulltrúar: Magnús Sigurðsson bankastjóri, kos- inn með 10 atkv. Geir Sigurðsson skipstjóri, kosinn með 7 atkv. Jón Ólafsson alþm., kosinn með 7 atkv. Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur, kosinn með 6 atkv. Varafulltrúar: Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri, kosinn með 10 atkv. Axel Tulinius framkvæmdastjóri, kos- inn með 9 atkv. Óskar Halldórsson útgerðarmaður, kosinn með 8 atkv. Sigurjón Ólafsson skipstjóri, kosinn með 7 atkv. Endurskoðendur voru kosnir með lófataki: Magnús Sigurðsson bankastjóri og Brynjúlfur Björnsson tannlæknir. Sömuleiðis voru varaendurskoðendur endurkosnir: Sighvatur Bjarnason fv. bankastj. og Matthías Ólafsson gjaldkeri. Þá var komið að síðasta lið dagskrár: Vnriur mál. Jón Bergsveinsson bar fram tillögu og' gerði grein fyrir ástæðum til hennar. TiIIagan liljóðaði svo: „Aðalfundur Fiskifélags Islands, skor- ar hér með fastlega á Alþingi og rikis- stjórn að lilutast til um það, að fram- vegis verði vitarnir látnir hafa sjálfstæð fjármál aðskilin frá ríkissjóði, þar sem alt vitagjaldið verður látið ganga til vitabygginga, sjómerkja, sæluhúsa, leið- armerkja og' reksturs vitanna“. TiJlagan var samþj'kt í einu hljóði. Þá bar Óskar Halldórsson fram svo- ldjóðandi tillögu: „Aðalfundur Fiskifjelags íslands, skorar á ríkisstjórnina að flýta sem mest fyrir byggingu Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði þannig, að byrjað verði á verkinu strax í vor svo síldar- verksmiðjan verði fullbúin til starf- rækslu í byrjun síldartíma 1930 og starfi sem mest með hagsmuni l)átaútvegsins fyrir augum“. Tillagan var samþvkt með 9 atkv. gegn 2. Fleira var ekki tekið fvrir og var þá fundi slitið. Þorsteinn Þorsteinsson (fundarstjóri). Sveinbjörn Egilson (ritari). Leiðrétting. 1 skýrslu erindrekans i Vestfirðingafjórðungi í síðasta tbl. Ægis hefir á bls. 42 10. 1. a. o. fallið úr orðin: „verður að hamra á málunum" o. s. frv. Setningin á að vera þannig: „Ef Fiski- félag'ið og þá Fiskiþingið fvrst og fremst eiga í framtíðinni að vera atkvæðamikl- ir aðiljar um fiskveiðamálefni verður að hamra á málunum án afláts“.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.