Ægir - 01.03.1929, Blaðsíða 13
ÆGIR
57
5. Smáskipapróf.
Sæm. G. Sveinsson bar fram svohljóð-
andi tillögu:
„Fundurinn felur stjórninni að leita
fyrir sér hjá Fiskifél. íslands um hvort
ekki sé hægt að fá mann til að kenna
siglingafræði þá, sem krafist er til að
fá réttindi til þess að vera með skip alt
að 60 smál. Kenslan fari fram á kom-
andi hausti“.
Till. samþykt í einu hljóði.
Mörg fleiri mál voru rædd á fundin-
um (20), en þetta voru þau stærstu, og
þau málin, sem mestu varðar um út á
við, og eru það tilmæli vor að þér háttv.
ritstj. „Ægis“ hirtið þetta i blaði yðar
sem fyrst.
Vinsaml.
■Ión Sturlaugsson. Friðrik Sigurðsson.
Jón Adólfsson.
Kassasöltun á fiski.
Það hlýtur að vera oss íslendingum
athugunarefni ef bægl er benda á ráð
til þess, að draga úr framleiðslukostn-
aði saltfisks eða gjöra hann verðmæt-
ari.
Skal ég skýra liér frá atriði viðvíkj-
andi fiskverkun, sem ég verð að telja til
bóta þar, sem því verður komið við,
liæði af því að það dregur úr verkun-
arkostnaði og gjörir líka fiskinn út-
gengilegri, ef rétt er að farið. Hér er þó
ekki um neina nýjung að ræða heldur
verkunaratriði, sem er meira og minna
þekt Um land alt, sem sé pækilsöltun
eða réttara sagt kassasöltun á fiski.
Það hefir verið talsvert alment álit að
pækilsöltun á saltfiski væri til bölvunar,
að með henni væri fiskurinn skemdur,
fengi ekki í sig svo mikið af salti, sem
liann þyrfti til þess að geymast, yrði ljót-
ur útlits, og hreint og beint svikin vara.
Svo magnað hefir þetta álit verið, að 23.
maí 1922 lagði atvinnumálaráðuneytið
fyrir yfirfiskimatsmanninn að gefa ekki
matsvottorð til útflutnings með fiski
„sem væri saltaður í pækli“.
Nokkrum dögum seinna fékk ég sim-
skeyti frá einum af lielstu útflytjendun-
um í Revkjavík um þær mundir, og síð-
an bréf með nánari skýringum. Skýrir
hann frá því að bæði hann og hr. Gunn-
ar Egilson hefðu þá nýlega verið suður
á Spáni og hefðu greinilega orðið þess
varir að fiskmóttakendur i Barcelona
hefðu að undanförnu baft mest álit á
pækilsöltuðum Austfjarðafiski, álítur að
gjöra ætti meira að því, að taka þessa
söltun upp annarsstaðar og biður mig
að „mótmæla, að þeir vfirburðir, sem
Austfjarðafiskurinn virðist liafa, verði
eyðilagðir vegna misskilnings, sem lík-
lega stafi af rangri aðferð við pækil-
söltun annarsstaðar“. Samtimis fékk ég
símskeyti frá Fiskifélagi íslands með til-
mælum um að láta í ljósi álit mitt um
þetta. í svari minu til hlutaðeiganda
óskaði ég þess að álit mitt jrrði ekki lát-
ið í ljósi opinberlega að svo stöddu, ég
vildi, sem sé ekki skýra frá söltunar-
aðferðinni og kostum hennar, nema með
þvi að geta um leið sýnt fram á, hve
mikill hagnaður gæti orðið að þvi að
nota hana. Og ég sá enga ástæðu til að
mótmæla fyrirskipun atvinnumálaráðu-
neytisins, af því að ég leit svo á, að hún
næði einungis til þess fisks, sem væri
saltaður „i pækil“. En það er bæði skað-
legt og skökk söltunaraðferð á fiski, að
salta eða láta fiskinn ofan í pækil.
Ég hafði áður reynt að fá ábyggilega