Ægir - 01.03.1929, Blaðsíða 19
ÆGIR
63
Ilið þýska barkskip „Wilhelmine“
frá Memel strandaði við eyna á dimmri
nóttu og í stormi, i október 1876. Var
það hlaðið kolum, sem það átti að
flytja til Ameríku; það varð brátt fult
af sjó og' forðuð skipsmenn sér upp í
reiðann. Stýrimaðurinn bauðst til að
synda i land með línu og lagði á stað,
en sjórinn rotaði liann við kletta við
ströndina. Allir hinir komust lífs af.
í desemberm. hið sama ár, var liið
?ýska briggskip „Carl Constantin“ á
leið frá Sliields til Key West, hlaðið
kolum; eftir úr höfn var látið, hrepti
skipið storma, leki kom að því og timb-
urmanni skolaði út. Eftir nokkra daga
komu skipverjar auga á „Fair Hi]l“ og
stýrðu þangað. Skipið stevtti á kletti
skamt frá landi og komust menn allir
að skipstjóra undanskildum á land,
hann féll í sjóinn og druknaði og sjálft
skipið rann af klettinum og sökk þegar.
í júlí 1877 sökk eimskipið „Duncan“
frá Dundee við eyna en allir komust af.
í septembermánuði liið sama ár fórst
freigátuskipið „Black Watch“ frá
Wihdsor á Nova-Scotia við eyna.
Betta var á fyrstu ferð liins mikla
fagra skips. Að heiman hafði það far-
ið til Bremen og var nú á heimleið, er
það rann á sker og brotnaði. í lauf-
Maði, sem útskorið var aftan á skjpinu
stóðu þessi orð á latínu: „Nemo me
inipune lacessit“. Allir skipverjar
koniust af.
í maímánuði 1879 strandaði í blind
þoku, barkskipið „Munchgot" frá
Stralsund og brotnaði í spón, en skip-
verjar björguðust á land í skipsbátn-
am. Skipið var hlaðið timbri og mikið
af farminum rak á land.
Sama ár í ágúst strandaði norskt
barkskip, „Tulia“ frá Drammen, á þess-
inn sama stað og einnig í þoku. Við
klettinn sem það rakst á var hyldýpi
og sökk skipið þar. Skipshöfnin komst
upp á skerið. Þaðan synti einn háset-
inn upp að 200 feta háu bergi, klifraði
þar upp og gekk síðan 2 enskar mílur
til mannabygða og fékk þar hjálp — og
öllum var bjargað.
A dimmri nóttu í septemher 1883
strandaði hið fræga seglskip „Marco
Polo“ við eyna og hrotnaði í spón, enda
var ferð þess 14 mílur á klukkustund
er það rakst á. Það var á leið frá
Bremen til Ameríku og var farmurinn
600 smálestir af cementi og tómar olíu-
tunnur. Tveir menn druknuðu þar.
Vegna hinna mörgu skipstranda við
eyna var ákveðið að reisa vita sinn á
hvorum enda hennar og byrjaði
starfræksla þeirra árið 1892; eru þar
einnig þokulúðrar. Er nú svo komið, að
sjófarendur leita til eyjarinnar til að
ákveða stað skipsins, í stað þess að
forðast hana eins og áður var gjört
meðan engir vitar voru þar. Samt sem
áður halda skipströnd þar áfram.
í apríl 1894 strandaði norska hark-
skipið „Marie“ frá Tönsherg' við eyna i
]ioku. Skipið brotnaði í spón en menn
björguðust.
í júní 1898 strandaði barkskipið
„Sjökongen" (1085 smál.) frá Drammen,
við eyna. Var skipið á leið frá Amster-
dam til Quebec. Blindþoka var er skip-
ið strandaði. Öll skipshöfn komst i hát-
ana og' þar á meðal kona skipstjóra og
barn og lieppnaðist að ná landi. Skip
þetta hét áður „Strathtay“; var það
smíðað í Nova-Scotia árið 1881.
Meðan ófriðurinn mikli stóð yfir, var
á mörgum stöðum eigi kveikt á vitum,
svo var og' á „Fair Isle“. Rákust þá
mörg skip á kletta eða sker við eyna,
en þau losnuðu öll að einu undan-
teknu. Það var eimskipið „Canadia“ frá