Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1929, Blaðsíða 10

Ægir - 01.03.1929, Blaðsíða 10
54 ÆGIft höfðu selt alt, sem þeir áttu áður. Þveg- inn og pressaður labrador var seldur á 50 og 53 aura kilóið i okt. og nóv. fob. og saltaður stórfiskur á 50—55 aura kílóið fob. Eftirspurn virtist vera nokk- ur eftir þessum tegundum af fiski. Yfirleitt má segja að þetta ár, 1928, hafi verið mjög gott aflaár hér á Aust- urlandi en þó var grunnaafli yfirleitt í lakara lagi yfir sumarið. Aftur var afli á vélbáta ágætur yfirleitt. Útgerð hér eystra jókst ekki neitt að skijjakosti að mun, nema einn togari var keyptur til Eskifjarðar, en hann lagði þar ekki upp nema eitthvað innan við þúsund skip- und af fiski til verkunar. Til Norðfjarð- ar var keyptur einn vélbátur ca 20 tonn, annað liefir ekki bæzt við af skipum. Eins og sést af aflaskýrslum er aflinn hér eystra 42566 skippund, þar af er keypt af útlendum skipum 8522 skip- pund, svo að alls er aflað af hér búsett- um skipum og bátum 34044 skippund og er það mikið hærra en næsta ár á undan. Hagur manna liefir yfirleitt batnað mikið, þó að þess gæti ekki í fljótu bili, þvi að útgerðarskuldir fyrri ára voru orðnar svo miklar, að þessa árs hagnað- ur liefir gengið mikið til greiðslu á þeim, en jafnframt auðvitað gert mönn- um hægar fyrir, til framkvæmda á næsta ári. Undirbúningur er einliver meðal út- gerðarmanna og sjómanna hér eystra með að auka útgerð sína, og afla sér nýrra báta. Á Fáskrúðsfirði er t. d. ver- ið að byggja tvo vélbáta sem eru frá 12 til 16 tonn, einliverja báta er verið að smíða og kaupa í Noregi, og svo er ver- ið að endurbæta vélbáta, sem staðið liafa lengi á landi, og byggja upp og stækka gamla báta, svo að útlit er fyrir að útgerð aukist að mun hér eystra á þessu ári. Seyðisfirði 1. febrúar 1929. Herm. Þorsteinsson. Guðmundur Jón Skúlason, skipstjóri. Hann andaðist á lieimili sínu Fagur- ey á Breiðafirði 29. apríl s. 1. Jón sál. •'"i i Guðmundur Jón Skúlason. var fæddur 14. sept. 1872. Foreldrar lians voru þau merkishjónin Skúli Skúlason og Málmfríður Pétursdóttir, er um langt skeið bjuggu i Fagure^". Skúli var annálaður formaður og' sjó- sóknari undir Jökli, og átti Jón því elcki langt að sækja sjómenskuhæfileika sína. 16 ára að aldri varð Jón formaður,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.