Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1929, Page 5

Ægir - 01.09.1929, Page 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS. 22. árg. Reykjavík, — September 1929. Nr. 9. Fiskirannsóknir á ,Þór, Tiundu rannsóknarferð sína (aðra sum- arferðina) út í Faxaflóa fór »Þór« 18. júlí siðastl. Foringi skipsins var ekki með, en 1. stýrimaður, Magnús Björnsson, hafði yfirstjórn skipsins á hendi. 1 stað Jóhannesar Bjarnasonar, sem var fjar- verandi, var fenginn Kristján Kristjáns- son, sem áður hefir verið á »Dönu«. Var fyrst haldið vestur á Norður-Svið og kastað vörpu þar kl. 10.45. Var blind- þoka og ómögulegt að sjá til miða; festist því varpan og rifnaði allmikið, en gálginn hljóp upp úr stellingu, þegar inn var dregið og bognaði leggur hans líiið eitt um leið. Var svo legið alla nóttina og fram á dag í þoku, svo aftur reynt að toga, en aftur voru festur i 3 drætti, og þokunni vildi ekki létta. Var þá hald- ið suður i Garðsjó; þar var bjart og þar var góður botn og gnægð flatfisks. Þeg- ar hinir vanalegu 5 drættir voru búnir þar, var farið inn fyrir Hólmsberg á vanalegar slóðir, en að eins dregnir 4 drættir, vegna þess, að svo var orðið hvasst á norðan, að ekki mátti hvassara vera, til þess að geta athafnað sig. Var þvi farið norður á flóann, þar sem var kyrrari sjór og dregið um Sandaslóð og Bollasvið, en við festu sem við fengum þar, hrökk gálginn í sundur og urðum við því að halda heim og fá hann lag- aðan og skipið var um leið hreinsað. Svo var farið út aftur 24. og var þá Jón Árnason frá Heimaskaga með. Þoka var enn á Sviðinu og iit að sjá til miða, en alt gekk nú vel, en aflinn lítill. Voru nú dregnír 7 drættir í viðnót við 2 er áður höfðu verið gerðir þar. 2 voru auk þess dæmdir ómerkir (þegar festurnar urðu mestar). Loks var um kl.tíma drátt- ur í Kollafirði og yfirborðshitinn mæld- ur á Norður-Sviði og út af Keflavík. Á Norður-Sviði var 1 togari (enskur) i nánd við okkur og 'á Bollasviði og Sandalóð 3—4, en ekki virtust þeir afla meira að sínu leyti, en við. Annars má sjá á yfirlitinu yfir aflann, að hann var yfirleitt lítill utan landhelgi, miklu minni en suður í landhelginni, þar sem hann að tölunni til mátti teljast mikill. Yfirlitið er svona, fiska tala (og tala á togtíma í svigum. Utan línu. Innan linu. Porskur . . 31 (1.7) i (0,06) Ysa (0,6) 536 (29,2) Lýsa )) 4 (0,2) Ufsi )) 8 (0,4) Luöa .. 29 (1.6) 115 (6,3) Skarkoli .. 53 (2,9) 1253 (64,0) Sandkoli .. 317 (17,1) 5100 (283.3) Pykkvalúra .. 15 (0,8) 111 (6.2) Skrápílúra .. 11 (0,6) 868 (48,2) Steinbitur .. 9 (0,5) 118 (6,6) Tindaskata .. 32 (1 8) 360 (20,0) Hrognkelsi 1 (0,06) 1 (0,06) Skötuselur )) 1 (0,06) Marhnútur )) 14 (0,8) Sexstrendingur )) 1 (0,06) Samtals .. 508 (27,1) 8491 (471,2)

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.