Ægir - 01.09.1929, Síða 6
182
ÆGÍft
Yfirlitið sýnir ad utan landhelgislínu
fengust alls að eins 508 fiskar (57,1 á
toglínu), en innan línu 8491 (471,2 á
togtíma, eða nál. 17 sinnum fleiri. Eins
og vant er, var sandkolinn lang-flestur,
bæði utan landhelgi og innan, en nú var
líka allmargt af skarkola á allri stærð
frá 18 til 48 cm í landhelgi, einkum í
Garð- og Leirusjó (nær 1000 fiskar) og
aí smálúðu, tindaskötu og skrápkola var
og töluvert þar, sömuleiðis af smáýsu,
mest veturgamalli (18—25 cm), aftur á
móti var fremur fátt þar um steinbít og
varla þyrsklingsvart. Meira var um þyrsk-
ling á Norður-Sviðinu, og hefði ef til viil
fengist meira af honum þar, ef farið hefði
verið á sérstakar þyrsldingsslóðir, sem
kunnugir menn þekkja i hraunkrikunum.
Á Sviðinu var töluvert vart við 7—9 cm
(veturgamalt) sandsíli, sem ef til vili hefir
líka haldið þyrsklingi og stútúngi uppi í
sjó. Einnig fekst nokkuð af5—6 cm. þorsk-
seiðum á 1. ári. Annars var fátt um allan
íisk utan landhelgislínu, færra miklu en
suður í landhelginni, eins og áður er tekið
fram; og sama er að segja um Kollafjarðar-
landhelgina, þar fengust 4 ýsur, 3 lúður,
28 skarkolar, 53 sandkolar og 13 skráp-
flúrur á einum togtíma, en alt var það
mjög smátt (uppfæðingur).
Sé aflinn í þetta skil'ti borinn saman
við aflann á »Þór« í fyrra sumar (sjá
»Ægi« XXI. bls. 210), þá sést það, að
hann er mun meiri af flestum tegundun-
um (á togtíma), af skarkola tvöfalt, af
ýsu 2l/s-falt meiri í landhelgi, (nema á
Kollafirði), en hann var þá, en ulan
landhelgi öllu minní.
Sviflífið var yflrleitt lítið og botndýra-
lífið var alt af vanalegu tægi, mikil mergð
af krossfiski á Norður-Sviði; það er eins
og hann sé ódrepandi, hve mikið sem
veiðist af honum, líkt og sandkolinn og
skrápflúran.
Vegna bilunar á djúphitamælum var
að eins mældur j'firborðshitinn; hann
var 12—12,3° eða nær 1° hærri en i fyrra
(í byrjun ágústm.).
B. Sœm.
Um aldusrákvarðanir á
þorski og þýðingu þeirra.
Öllum fiskimönnum er það kunnugt,
hve miklum sveiflum árangurinn af öll-
um veiðiskap er undirorpinn. Það má
nærri teljast einkenni á öllum veiðiskap,
sem stundaður er í stórum slíl, og mynd-
ar atvinnugrein heilla stétta manna, hve
misjafn hann er. Þannig er því til dæmis
varið með síldveiði og þorskveiði hér
við land. Stundum eru allir firðir og
vogar fullir af fiski, hvert árið eftir ann-
að í röð, stundum er »þurl« hvar sem
leitað er, ef til vill árum saman. Þessi
staðreynd er eitt af þýðingarmestu við-
fangsefnum hafrannsóknanna, og hafa
verið farnar margar leiðir til þess að
finna skýringu þessa mikla og tilfinnan-
lega breytileik aflans. Margar eru líka
þær skoðanir, sem fiskimenn hafa skap-
að sér um orsök breytileikans, sem eng-
um lögmálum virðist vera háður, heldur
fylgja dutlungum einum. Algeng mun sú
skýring hafa verið, að mismunur á ár-
ferði, hvað aflabrögð snerti, stafaði af
göngum fisksins, frá og að landi. Enda
máttí fyr á tímum, einkum hér á landi,
þegar sjómenska var í bernsku, kenna
opnu fleytunum um ef illa fiskaðist c:
fiskurinn gat lialdið sér á hafinu, þótt
hann gengi ekki inn í tirðina. Rann-
sóknir síðari tíma hafa þó leitt í ljós, að
ekki er altaf hægt að kenna fiskigöngun-
um einum um útkomuna. Aðrar orsakir,