Ægir - 01.09.1929, Síða 11
ÆGIR 187
0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 ö/o
----------1----------1----------1---------1----------1----------1----------1----------1----------1---------1-----
Austfirðir 1925—27.
Norðurland 1925—-27.
Faxaflói 1925—27.
--------1--------1--------1-------1--------1--------1--------1--------1--------1-------1----
0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100%
Yfirlitsteikning 2. Sýnir árgang frá 1924, í hundruðustu hlufum, af öllum aflanum við
norður-, austur- og suðvesturströndina, á árunum 1925—27.
úr þessu vandamáli, varð að safna
gögnum til aldursákvarðana við aðra
landshluta, og vinna úr þeim.
Árangurinn af þessum frekari rann-
sóknum, sem bygðar eru á gögnum frá
austur- norður- og suðvesturströnd lands-
ins, safnað á mismunandi stöðum, 8
stöðum frá austurlandi, 5 stöðum frá
norðurlandi og 3 stöðum frá Faxaflóa,
eða 16 stöðum alls, safnað á árunum
19J5—27, reyndist í stuttu máli þessi:
1. Við austurströndina fiskaðist alls 4033
fiskar, þar af voru 3084, eða 76,66 °/o
(hundruðustu hlutar) frá 1924, eða
1925 ársgamlir, 1926 tvævetrir og
1927 þrevetrir.
2. Við Norðurland veiddust 1034 fiskar
alls, þar aí 69 eða einungis 6,gt°/o
frá 1924, og í
3. Faxaflóa veiddust 1299 fiskar, þar af
299 eða 23,o3°/o frá 1924. (Sjá töflu
nr. 4 og yfirlitsteikningu nr. 2).
Alt þetta sýnir, i fyrsta lagi að við-
koma þorsksins við ísland hefir verið
góð árið 1924, þvi árgangurinn frá 1924
er mjög yfirgnæfandi í miklum stofni
við austur-lsland, og í öðru lagi, að
seiðín, sem klakist hafa 1924, hafa, af
einhverjum óþektum ástæðum, einkum
safnast saman við austurströndina, þar
sem mjög mikið ber á árganginum siðan.
Þegar öll þessi mergð, frá 1924, hefir
náð kynþroska, og leitar á gotstöðvarnar
við suður- og vesturströnd landsins, er
því mikils vertíðarafla að vænta.
Aldursrannsóknir á þorski, hafa mikla