Ægir - 01.09.1929, Blaðsíða 14
190
ÆGIR
Álftafjörður. f*aðan gengu nú einungis
5 vélbátar undir 12 lestum, og 2 smá-
vélbátar um tíma, en í fyrra gengu það-
an 2 vélb. um 30 lestir og 7 vélb. undir
12 lestum.
Afli frá apríl-byrjun til júní-loka um
730 skpd. (1970). Það er rýr meðalafli,
líkt og í Hnífsdal.
í Álftafirði mun verkað svipað af flski
og s. 1. ár, og er það af norskum fisk-
veiðiskipum, sem Þorvarður Sigurðsson
hefir keypt. Verður sá fiskur talinn sér
á árs-skýrslunni ásamt öðrum aðkeypt-
um fiski.
Ögurnes og Ögurvík. Þaðan gengu nú
einungis um 7 opnir bátar flest; af þeim
voru 5 með smávélum, en í fyrra gengu
þarna um 20 bátar. Aflinn yfirleilt rýr
einkum síðari hluta vors og fengust um
340 skpd. til 1. júní (1100).
Snœfjallaströnd. Þaðan gengu nú 5—6
smávélbátar og 1 árabátur og er það
1—2 bátum færra en í fyrra. Afli til 1
júlí tæp 200 skpd. (300). Vertiðin rýr.
Grunnavík. Þaðan gengu nokkrir smá-
bátar i júní, en gengu úr Hnifsdal fyrri-
hluta vors og fengu um 60 skpd.
Sléttuhreppur. (Aðalvík, Strandir og
Hesteyri). Þaðan gengu alls í vor 8 vél-
bátar og 1 smávélbátur og um 12 ára-
bátar. í fyrra voru vélbátarnir þar 6 —7
og 6 árabátar. Afli frá 1. april til 1. júli
um 990 skpd. (900). Aflabrögð voru yfir-
leitt betri þarna en í veiðistöðvunum við
Djúpið, og einkum var afbragðsafli á
Ströndum á árabáta, fyrri hluta vors.
Á Gjögri hófust róðrar í mai, en þar
er fátt báta og því ekki teljandi afli kom-
inn á land í lok júní.
Eins og sl. ár hafa bátar úr Álftafirði
stundað fiskveiðar frá Djúpuvík, og fóru
þangað í lok júni. Sömuleiðis hafa 3 vél-
bátar frá Hnifsdal stundað veiðar frá
Hafnarhólmi í Steingrimsfirði.
Á Steingrímsfirði hefir margt aðkomu-
báta stundað fiskveiðar í sumar, og byrj-
uðu þeir flestir í júní. Eftir skýrslum
þaðan höfðu aflast i Steingrisfirði um
300 skpd. í júnilok.
Eftir framanskráðum upplýsingum að
dæma hefir vorvertíðin verið rýr í öllum
veiðistöðvum við ísafjarðardjúp. Má segja
að aðalástæðan hafi verið beituskortur.
Frystisíld entist óvíða nema lítið framan
af vori, eftir það var beilt skelfiski, og í
lok mai fékst lítið eitt af síld í vörpu,
er varð eigi nema fáum að notum, enda
mjög líðið á vertíð. Bátar flestir hættu
veiðum að mestu um miðjan júní i Bol-
ungarvík og Hnifsdal.
Mestur afli á hina smærri vélbáta mun
vera í vor um 150 skpd. af þurfiski og
hæztur hlutur um 600 kr. Það má að
vísu teljast góður afli á vorvertið, eftir
því sem tíðkast hér vestra, en allur þorri
báta er lika langt fyrir neðan þetta. Hinn
ágæti afli á vetrarvertíðinni, sem getið
er um i skýrslu minni í maibl. Ægis
bætir upp vorvertíðina.
Hér á Isafirði hafa stærri bátarnir náð
meðalafla yfirleitt. Þeir voru lengstum
að veiðum í Jökuldjúpi og öfluðu þaf
vel fyrri hluta vors.
Á Vestfjörðunum hefir vor aflinn verið
tiltölulega betri en við Djúpið, og sum-
staðar enda ágætur, svo sem i Tálkna-
firði, svo og á Arnarfirði og Patreksfirði.
Færaveiðiskipin öfluðu og yfirleitt vel og
sum ágætlega, á vorvertíðinni. Verður
nánar getið um suroarafla þeirra í næslu
skýrslu minni, og þá um ýmislegt fleira
í sambandi við fiskveiðar og sjávarmál'
efni, er eg læt bíða að þessn sinni.
tsafirói 1. sept. 1929.
Kristján Jónsson,
frá Garðsstöðum.