Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1929, Síða 17

Ægir - 01.09.1929, Síða 17
ÆGIR 193 gaf þá út rit um björgunarbáta, smiði og gerð á bátum, sem ekki geta sokkið. Bátur hans flaut þótt fyltist, á korkbelti, sem við hástokk eða meðfram honum, var strengt utan um bátinn og innan í bátnum voru loftheldir kassar í barka og skut; einnig var járnkjölur settur á hann, svo ekki færi hann um. Til þess að sýna útbúnað þennan, fékk hann fiskibát, sem hann breytti i björgunar- bát; var hann notaður við Bamborough og á honum var mörgum mönnum bjarg- að þegar á fyrsta ári. Þótt Lukin væri kjark- og dugnaðar- maður, sem ekki lét bugast, varð hann fyrir vonbrigðum. Prinsinn af Wales (síðar Georg fjórði) var mjög hlyntur Lukin og var ör á fé við hann, en jafnvel áhuginn, sem prins- inn í hvívetna sýndi á þessu nýja björg- unartæki, gat ekki vakið áhuga þjóðar- innar, en hann og samtök allra þurfti til þess að ýta málinu áfram. Það rikti fast í huga manna á þeim árum, að margir menn hlytu árlega að fara i sjóinn, það vœri skattur sem gjalda œtti hafinu. Lukin sneri sér til flotamála- ráðuneytisins og margra áhrifamanna, en enginn vildi veita honum lið, hvernig sem hann útskýrði hina miklu þörf á björgunarstarfsemi. Báturinn við Bam- borough var notaður lengi og var hinn eini björgunarbátur í mörg ár. Lukin dó fátækur, engin viðurkenning var honum ®ýnd, en mannslíf þau, sem uppfundn- lr*g hans bjargaði, voru honum ómetan- leg umbun og nafn Lukins gleymist al- drei, því hann verður æ viðurkendur sá, sem á hugmynd að hinum fyrsta björg- unarbát, útbjó hann og sá um, að hann v*ri starfræktur og sú hugmynd, hefir bjargað bundruðum og þúsundum frá drukknun og fjölskyldum frá að komast 3 vonarvöl. Árið 1789 vöknuðu menn af svefni skilnings- og kæruleysis við strand skips- ins »Adventure« frá Newcastle þegar tug- ir þúsunda horfðu á alla skipshöfn far- ast og ekkert varð aðhafst. Sorgbitnir héldu bæjarmenn í South- Shields almennan fund, ekki til að kveina og kvarta, heldur til þess að safna fé og verja því til framkvæmda gegn slysum á sjó. Fundinn sóttu margir ágætismenn og meðal annara málarinn William Wouldham og bátasmiður Henry Great- head frá South-Shields. Hinn fyrnefndi átti hugmyndina að, að bátar, sem hvolfdu, réttu sig við, en sá hana aldrei framkvæmda. Það var kork- ið, sem var aðallega notað til að halda bátum þeim, sem hann teiknaði, á floti er þeir iyltust. Greathead stakk upp á, að kjölur björgunarbáta væri hafður boginn (c: báturinn dýpstur um miðjuna). Nefnd var kosin, formaðnr hennar bjó til bát úr leir (model) þar sem sýndar voru framkomnar uppástungur og eftir sýnis- horni því, smiðaði Greathead björgunar- bát sinn, hinn fyrsta. Síðar varð hann frægur fyrir bátasmíðar sinar og endur- bætur á björgunarbátum. Starf hans var virt að verðleikum, bæði barst honum fje og frægð svo að alment var álitið að hann ætti fyrstu hugmyndina, en það var Lukin vagnasmiður, sem hana átti og enginn annar. Árið 1803 var eigi liðið er Greathead hafði látið frá sér fara 31 bát; af þeim störfuðu á Englandi 18, 5 á Skotlandi og 8 í öðrum löndum, þ. e. á 14 árum. Petta voru margir bátar, en fleiri þurfti ef duga skyldi. Að visu var áhugi al- mennings vaknaður, en magnleysi virtist þó grúfa yfir og margt benti til að flota- málaráðuneytið væri að gefast upp. Þannig leið timinn þar til árið 1822.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.