Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1929, Síða 18

Ægir - 01.09.1929, Síða 18
194 ÆGIR f*á kom sá fram á sjónnrsviðið, sem lét menn rumska og nugga stírurnar úr augunum. Þessi maður var William Hillary, mesta hetja og mannvinur. Hann fann upp ýmsar endurbætur á bátunum og kom þeim í framkvæmd, en lét ekki þar við sitja, heldur varð það hans líf og yndi að starfa sem ó- brotinn háseti á þeim. Hann hafði horft á mörg skipbrot áður og vann sem jötunn til þess að bjarga skipreika mönn- um. Oft var hann staddur í lífsháska, dreginn úr brimi hálfdauður, hann rif- brotnaði, en háseti á björgunarbát hélt hann áfram að vera, hvatti menn og lagði til eigin krafta og fé. Er hann hælti, höfðu bátar þeir er hann vann á, bjargað 305 mönnum írá druknun. Hann kom ensku þjóðinni í skilning um, hvað hún ætti þeim mönnum að þakka, sem héldu uppi siglingum á haf- inu og sá skilningur hefir haldist og aukist. Að lokum átti hann sæti í nefnd ásamt þingmönnunum Thomas Wilson og Georg Hibbert, sem stofnuðu Hið konung lega breska björgunarfélag, sem stofnað var 12. mars 1824. 1 árslok 1864 átti félagið 132 björgun- arbáta og björguðu nokkrir þeirra 714 mönnum það ár. Einuig komu þeir 17 bjargarlausum skipum i höfn. Vagnar fylgdu ílestum bátunum. Verð hvers báts með öllu til- heyrandi......................£ 300 Verð vagnsins...................- 100 Verð skýlis......................- 100 ~~£ 5ÖÖ Þóknun til þeirra, sem unnu að björg- un 714 manna árið 1864, nam alls 1300 sterlingspundum, en það urðu um 15 ríkisdalír, o: 30 krónur á mann. Ennfremur var heiðursmerkjum út- hlutað fyrir framúrskaiandi dugnað; 15 menn fengu silfurmedalíu og 26 þaklcar- ávörp, rituð á pergament og innbundin í flauel. Tekjur félagsins árið 1864 voru £ 21000 = 378000 krónur. Gjafir voru margskonar; þannig gaf munaðarlaust barn kr. 18,45 i frímerkj- um, dóttir sjómanns 180 krónur, önnur 1800 krónur i minningu björgunar 31. okt. 1861. Hið stærsta legat var þá 10000 sterlingspund, 180000 krónur og margir gáfu írá 1800 krónum upp í 18000 krón- ur. Á 40 árum hafa bátar félagsins bjarg- að (1824—1864) 13570 mönnum. Á sama tímabili hefir björgunarfélagið úthlutað 82 gullmedalíum, 736 silfurmedalíum, í reíðu peningum 17830 sterlingspund = 320940 krónur og goldið fyrir báta, vagna og skýli, 82550 sterlingspund = 1485900 krónur. Síðan þessi skýrsla var gefin eru liðin 65 ár og 105 ár síðan enska björgunar- félagið var stofnað. Björgunarfélag íslands er nú stofnað fyrir tæpum tveim árum og björgunar- bátur íenginn; — væri óskandi, að sami skilningur mætti komast inn hjá Islend- ingum og sá, sem Bretar sýndu i þessu velferðarmáli allra siglingaþjóða. 16. sept. 1929. Sv. E. Marsvín rekln á land á Ströndum. Seint í ágúst voru um 200 marsvín rekin á land við Ófeigsfjörð á Ströndum. Var torfan geysistór og er giskað á, að um 1000 marsvín hafi orðið landföst um fjöruna, en flest þeirra losnuðu aftur með aðfallinu.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.