Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1929, Qupperneq 20

Ægir - 01.09.1929, Qupperneq 20
196 ÆGIR Bulletin Statistique fyrir árið 1927 er nýkomin, er þar mik- inn fróðleik að finna um fiskframleiðslu allra helstu fiskiveiðaþjóða í Evrópu og Ameríku og verðmæti framleiðslunnar, Framleiðslumagnið er miðað við ferskan fiskinn einsog hann kemur upp úrsjónum. Pau lönd er mesta framleiðslu höfðu, voru: Noregur 932436 smálestir. England 700025 —» — Canada 467167 —» — Skotland 391482 —»— lsland 250181 —»— Þýskaland 241271 —»— Með afla Englands eru taldar 35577 smá- lestir, sem þar er lagt í land af útlend- um skipum og er nokkuð af því upsa- veiði islensku togaranna. Öðruvísi lítur út með verðmæti fram- leiðslunnar. Þar er ísland ekki 5. í röð- inni, eins og með framleiðslumagnið. Verðmætið er samræmt í öllum lönd- um og miðað við shilling (sh.). Þar verður röðin þessi: England 281086 þúsund shillings. Frakkland 143811 — — Canada 109468 — — Skotland 86683 — — Noregur 76676 — — Þýzkaland 61480 — — HoIIand 54822 — — Portúgal 45997 — — Bandaríkin 38700 — — Danmörk 37203 — — ísland 30454 — — Sviþjóð 29743 — — Framleigslumagn Danmerkur er ekki nema 83720 smálestir sem er ekki nema þriðji partur af okkar framleiðslu, en þó er verðmæti framleiðslu þeirra nærri 7 miljón shillings meira en okkar. Þetta ætti að benda á, eins og svo oft hefir verið fekið fram hér í blaðinu, að nauð- synlegt er fyrir okkur að hugsa meira um en hingað til, á hvern hátt vér gæt- um aukið verðmæti framleiðslunnar. Hingað til höfum við haft hugann ein- göngu á því að auka framleiðsluna, en miklu fremur vanrækt það aðalatriði að auka verðmælið nema þær endurbætur, sem vér höfum gert smátt og smátt að vanda saltfiskinn sem mest, og má óhætt segja að við þar stöndum fyllilega jafn- fætis öðrum þjóðum á þvi sviði, en með því að halda okkur eingöngu við salt- fiskverkunina, getum við ekki aukið verðmætið borið saman við framleiðslu- magnið mikið úr því sem nú er. Það er aðeins með því, að við gætum komið meiru af fiskinum ferskum á útlenda markaði, að við gætum búist við þvi að fá verðið upp svo nokkru nemi. Að meðaltali hefir verðið verið hæðst í Póllandi eða 0,69 sh. pr. kg. en lægst í Noregi 0,09 sh. pr. kg. Á Islandi hefir meðalverðið verið 0,12 sh. pr. kg. og er það lægst að Noregi einum undantekn- um, en að verðið er svo lágt i Noregi, stafar af því, að helmingur framleiðslu þeirra (443014 smálestir) er síld sem er suma tíma árs mjög verðlitil. Af framleiðslu íslands á árinu voru 51371 smál. síld 164783 smál. þorskur og 18990 smál. ufsi. Annars er í skýrslu þessari ýmsar fróðlegar upplýsingar um framleiðslu fiskiveiða þjóðanna, þó ekki sé rúm til þess að fara nákvæmar út í það hér. K. B. Hvalur í Keflavík. Snemma í septembermánuði fann vél- báturinn »Goðafoss« dauðan hval á floti skamt undan landi. Hvalurinn var reyð- ur, geysistór. Var hvalurinn skorinn í Keflavík og seldur.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.