Ægir - 01.09.1929, Side 24
200
ÆGIft
Landhelgisbrot.
í »Fish Trades Gazette« 17. ág. þ. á. er
grein, um samvinnu gæzluskipa og flug-
véla við strendur Englands, til varnar
landhelginni. Er þar skýrt frá, að 13.
ágúst s. 1. hafi franskur skipstjóri, Charles
Admont á togaranum »Maxime« frá
Gravelines, verið kærður fyrir að vera á
veiðum innan þriggja mílna landhelgis-
linunnar. Sumarið 1927 voru fjöldamörg
landhelgisbrot fyrir réttinum í Lowestoft,
sem leiddu til, að hert var á eftirliti og
þyngri sektir lagðar við, sé lögum ekki
hlýtt. Eftir þær ráðstafanir bar minna á
brotum, en er tíminn leið fór að sækja
í gamla horfið.
Fyrir rétti mætti skipstjóri Admont og
með honum frakkneski ræðismaðurinn
R. S. Chapman, sem einnig var túlkur
við réttarhaldið, því skipstjóri kunni
ekki ensku.
Hann kannaðist ekki við brotið.
Fyrir Board of Trade mætti Mr. Wilt-
shire og gat þess, að ekki mætti saka
bresk réttarhöld um hægfara afgreiðsiu.
Hér væri mál komið fyrir rétt, 10 klukku-
stundum eftir, að brot var framið úti á
sjó, þetta væri því að þakka, hve góð
samvinna væri með gæsluskipum, sem
gættu landhelginnar og flugvélunum, sem
aðstoða við eftirlitið. Fiugmaðurinn Mr.
L. L. King, sá frá vél sinni, fjölda er-
lendra skipa að veiðum við Sizewell
Bank, og gerði þegar umsjónarmanni
fiskimála, aðvart. Hann sendi þegar
gæzluskipinu »Godetia«, skeyti, en það
skip var þá fyrir utan Sheerness. »Godetia«
sendi þegar tilkynningu, til gæsiuskipsins
»Selkirk«, sem var á leiðinni frá Ports-
mouth til Lowestoft, sem varð til þess,
að skipið »Maxime« var tekið 2,2 sjómíl-
um frá landi og liafði þar verið að veið-
um. Skipstjóri sýndi kort sitt og stóð fast
á því, að hann hefði verið 4 mílur frá
landi, en sjókort hans var svo gamalt
og ófullkomið, að á því sást að eins einn
viti á svœðinu, sem hann var á; var
það Orford-vitinn. Fiskur var á þilfari,
nýveiddur; bar yfirmaður á »Selkirk«
það fram, að skipstjóri hefði ekki náð
vörpunni inn á skip, er hann kom á
þilfarið.
Að gefnu tilefni bar skipstjóri Admont
það fram í réttinum, að hann hefði ekki
getað kveikt hin lögboðnu ljós sökum
þess, að búið var að eyða allri steinolí-
unni.
Skipstjóra Admont, var dæmd hin
hæzta sekt, sem eru 10 pund Sterling;
málskostnað varð hann að greiða £ 4.
8 sh. 6 d. og afli og veiðarfæri gerð upp-
tæk. Veiðarfæri mátti ekki selja fyr en
að mánuði liðnum, svo skipstjóri ætti
eigi kost á að ná þeim aftur fyrir sama
sem ekkert.
Sölufyrirkomulag
á fisksölutorgunum í Hull og Grímsby.
Fyrirkomulag í Hull. Allur fiskur á að
vera kominn á torgin fyrir klukkan 9 á
morgnana, því þá koma uppboðshaldar-
ar og væntanlegir kaupendur.
Hver tegund af fiski er flokkuð i þrent.
Þorskur (Cod) (yfir 24 þuml.), stút-
ungur (Sprags) (16—24 þuml.) og þyrsk-
lingur (Codlings).
Ýsa. Stórýsa (Jumbo Haddock), mið-
lungsýsa (Medium), smáýsa (Small).
Koli. Besta tegund (Plaice best), meðal
stærð (Medium), smár (Small).
Stór lúða er ávalt seld í stykkjatali;
berist lítið að á markaðin, þá er smærri
lúða seld í stykkjatali, annars í Kitta-
tali; 1 kit = 10 stones = 140 lbs = 63,5