Ægir - 01.11.1929, Qupperneq 9
ÆGIR
257
fremur lítur Fjórðungsþingið svo á, að
Fiskifélagsstjórnin brýni fyrir erindrek-
um sinum, að þeir glæði áhuga fiski- og
útgerðarmanna með fyrirlestrum um
samvinnumál.
(Umræðum frestað).
4. fundur 7. nóv. kl. 4 síðd. — Allir
fulltrúar mættir.
1. Samlöif otr aamviima. Fram-
haldsumræður um þetta mál, en að þeim
loknum var tili. borin upp og samþykt
með öllum atkvæðum.
2. Iiagrabreytinirar. Nefndin lagði
fram svohljóðandi tillögu:
Fjórðungsþingið felur Fiskiþingsfull-
trúum sínum að vinna að því á kom-
andi Fiskifélagsþingi, að breytt verði lög-
um Fiskifélagsins i þessa átt:
1. Að ákvæðum 6. og 7 gr. um kosn-
ingu fulltrúa á Fiskiþing verði breytt
í þá átt, að allir fulltráar verði fram-
vegis kosnir af fjórðungsþingunum.
2. Að felt verði í burtu ákvæði 19. gr.,
um að samþykki aðalfundar þurfi til
að ákvæðum laganna um Fiskiþing
megi breyta.
3. Að breytt verði lögum um Fjórðungs-
þing í þá átt meðal annars, að fjórð-
ungssamband deilda fái eitthvert fé
til umráða til verklegra framkvæmda
í fjórðungnum, og að lögunum að
öðru leyti verði breytl samkv. þvi.
Tillagan borin upp til atkvæða í þrennu
Iagi. Inngangur og 1. 1. samþykt með
samhljóða atkv., 2. og 3. liður samþ.
með öllum atkv.
3. Láiiftstofnanlr fyrir sjávarút-
veBÍnn. Nefndin lagði fram svohljóð-
andi álit:
Fjórðungsþingið felst á stefnu frum-
varps til laga um Fiskiveiðasjóð Islands
frá síðasta Alþingi (þingskj. 43) og vill
að haldið sé við upphaflegan tilgang sjóðs-
ins: Ián til bátakaupa. Vaxtabréfasölu
samkv. frumv. telur Fjórðungsþingið at-
hugaverða, en sjóðinn alt of litinn. Álít-
ur að hann megi ekki minni vera en
meiri hluti sjávarútvegsnefndar neðri
deildar stingur upp á í breylingartillög-
um við frumv, (þingskj. 248) en sam-
kvæmt þeim er ætlast til að hann verðí.
1. Eignir hins gamla Fiskiveiðasjóðs.
2. 60000 kr. árlegt framlag tii sjóðsins
úr ríkissjóði í 10 ár og þaðan af 30000
kr. á ári.
3. 500 þúsund kr. sem ríkissjóður með
lántöku eða annan hátt leggi til um
leið og lögin öðlast gildi.
Rekstrarlánanefnd við sjóðinn álitur
Fjórðungsþingið æskilega, en telur hana
ekki geta orðið að verulegu gagni fyr en
hægt er að leggja henni til 3—4 milj. kr.
að stofnfé.
Fyrri hluti álitsins, með liðnum 1—3
samþyktur með 6:1 atkv., seinni hlutinn
(um rekstrarlánadeild), samþ. með öll-
um greiddum atkv.
4. 'Witamál. Nefndin lagði fram svo-
hljóðandi tillögu:
Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþing-
ið, að veita fé úr Fiskifélagssjóði á
næsta ári, til þess að sett verði þá tvö
leiðarljós á Hornafirði, er sýni siglinga-
leið milli Eystraskers og Borgeyjarboða.
Samþ. með öllum atkv.
5. fundur 8. nóv. kl. 10 f. h. — Allir
fulltrúar mættir.
1. Straiulvarnar- og- björgunar-
niál. Nefndin i málinu klotnaði og voru
lagðar fram tvær tillögur, frá meiri og
minni hluta. Tillaga meiri hlutans (M.
P. og V. Á.):
1. Að skora á Fiskiþingið að það hlntist
til um við stjórnarvöldin, að strand-
varnirnar verði auknar að mun við
Austurland, sérstaklega á tímabilinu
frá 15. mars til 15. júní og frá 1. ágúst
til áramóta.