Ægir - 01.11.1929, Síða 20
268
ÆGIR
á fiskiveiðum við Island og Færeyjar
árið 1878, 267 skip (flest skonnortur) og
á þeim voru alls 4723 menn, veiðarfæri,
handfæri, og öfluðu skipin alls 13 þús-
und smálestir af stórum feitum þorski.
Fyrir þann afla fengu Frakkar 7,966,160
franka.
Löng vera á sama skipi.
Skipstjóri N. P. Hansen á færeyska
fiskiskipinu »C. M. Slateroc, (sem er kútter,
smíðaður í Rye á Englandi 1887, 86
brútto smálestir) hefir verið á sama skip-
inu í 25 ár.
N. P. Hansen er fæddur í t*órshöfn
árið 1890 og 15 ára fór hann sína fyrslu
ferð með »Slater« og hefir síðan fylgt
skipinu. Árin 1916—22 var hann stýri-
maður en síðan skipstjóri. Færeyingar
nefna skipið í daglegu tali »Slatrið« og
síðast liðið sumar var það á veiðum við
Grænland og aflaði vel.
J. E. Böggild dáinn.
Nýlega er dáinn i Montreal í Kanada
J. E. Böggild, sem var fyrsti sendiherra
Dana hér, frá 1919 til 1924. Hefir hann.
siðan hann fór héðan, verið aðalræðis-
maður Dana. með sendiherratign í Mont-
real. Hann var 51 árs og banameinið var
hjartasjúkdómur. Lík hans verður brent
þar vestra og askan flutt til Ribe.
J. E. Böggild var af íslenzkri ætt. Hann
var vel látinn, undi hér vel hag sín-
um og átti hér marga vini.
Andlátsfregnir.
ólajur Rósenkranz, leikfimiskennari,
andaðist að heimili sínu hér í bænum
14. nóv. Hann var 77 ára að aldri.
Gleðilegt nýjár!
Ólafur var hinn mesti merkismaður,
enda vinsæll mjög. Um marga ára skeið
var hann starfsmaður Háskólans, síðustu
árin ritari hans. Naut hann mikils álits
í þeirri stöðu.
Bogi Th. Melsieð andaðist i Kaup-
mannahöfn 12. nóv. Lík hans var flutt
hingað til lands og jarðsett að Klaustur-
hólum í Grímsnesi hinn 26. nóv.
Veiðarfæramerki.
Linumerki M/b. »Hermóðs« frá Akra-
nesi er;
Sýslumerkið blátt á miðjum taum.
Krómgult beggja vegna við.
Sigurður Hallbjarnarson.
Varðskipið „Þór“.
Laugardagskvöldið 21. desember strand-
aði »Þór« milli Skagastrandar og Blöndu-
óss. Togarinn »Hannes ráðherra« náði
mönnunnm úr skipinu um kl. 10 f. h.
mánudaginn næsta — og björguðust allir;
kom »Ægir« um líkt leyti að strand-
staðnum, tók skipsmenn og flutti þá
suður. Á aðfangadagskvöld kom hann
til Reykjavikur og leið hinum skipreika
mönnuin vel eftir atvikum. Sjóréttur
var haldinn 28. des.
Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson.
Prentsmi8jan Qutenberg.