Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 16
10 ÆGlft Umdæmi: ísafjarðarumdæmi Siglufjarðarumdæmi . . . Akureyrarumdæmi . . . . Seyðisfjarðarumdæmi Saltað tunnur 6.048 65.057 32.086 8.387 Kryddað tunnur >> 16.269 732 »» { bræðslu hektól. 209.144 155.440 151.350 »» Samtals 1929 111.578 17.001 515.934 1928 124.157 50.176 507.661 1927 180.916 59.181 597.204 1926 97.242 35.079 112.428 birgðir af tunnum og liggja þær ónot- aðar til næsta árs. Þá var um haustið saltað töluvert af millumsíld, einkum á Isafirði og dálítið á Akureyri. Reknetaveiðin brást alveg, enda stunduðu liana tiltölulega fá skip, og með þvi verði sem undanfarandi liefir verið á síldinni ferskri, getur ekki ver- ið að tala um að reknetaveiði borgi sig. Söltun varð því töluvert minni í ár en undanfarandi. — Aftur á móti var meira fiskað i bræðslu af íslenskum skipum en undanfarandi, þvi nú í ár fengu útlendar bræðslustöðvar mjög takmarkað leyfi til að kaupa af útlend- um skipum, svo að jnegnið af þvi sem að bræðslustöðvaranar liafa fengið í ár er íslensk framleiðsla. Aflahæsta skipið á síldveiðum í ár var togarinn Skallagrímur, sem á 7 vikum fekk nærri 21000 lil. síldar, og er það sú mesta veiði sem eitt skip hefir fengið á jafn skömmum tíma. Þátttaka Norðmanna í sildveiðum við ísland var nokkuð minni en undanfar- andi ár. Liggja að vísu ekki fyrir um það neinar ábyggilegar skýrslur, en tal- ið er að ca 140 útlend skip hafi stundað veiðina í ár, á móti 160 undanfarandi ár, en auk þess voru flest þessi skip smærri en verið hefir; færri af stóru fragtskip- unum, sem höfðu önnur smærri veiði- skip til að veiða fyrir sig, en öll munu þessi skip liaf fengið sig full áður en þau fóru heim. Meiri brögð voru að þvi í ár en und- anfarandi, að þessi útlendu skip kr5rdd- söltuðu veiði sína. Hafa þau aðallega saltað veiðina, en kryddsöltunarverkun- in hefir aðallega verið í höndum íslend- inga. En nú áður en veiði hjTjaði gerðu mörg' af þessum útlendu skipum samn- inga um sölu á kryddaðri síld til Sví- þjóðar, enda sér þess tilfinnanlega mun hve kryddun hjá okkur er minni en undanfarandi ár. Alls var veiði Norð- manna við ísland í ár 100573 tunnur á móti 145000 1928 og 176414 árið 1927. Sú breyting var gerð á síldareinka- sölulögunum á síðasta þingi, að fram- kvæmdarstjórar einkasölunnar geta nú krafizt þess að þeir sem veiðilej'fi höfðu afhentu síldina ferska, og gerðu þeiv svo samninga um verkun við þær stöðv- ar er verkunarleyfi fengu. Verðið á síldinni ferskri til söltunar var sömu- leiðis mjög lágt eins og á bræðslusíld- inni, þeir sem seldu sild ferska til sölt- unar rnunu yfirleitt ekki liafa fengið nema 5—8 kr. fyrir tunnu, en reikning- um einkasölunnar er ekki lokið fyrir þetta ár, svo ekki er hægt að segja hvað þeir fá sem létu salta alla veiði sína, en það mun vera flestir þeir, sem veiðileyfi fengu, að minnsta kosti að nokkru leyti,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.