Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 33

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 33
ÆGIR 27 borða. Loks var hann málaður svartur fyrir ofan sjó og reykháfurinn gulgrár, því nú var hann orðinn stjórnarskip, en enginn græningi lengur. Um næsta 10 ára skeið var JíÞóra svo rannsóknaskip, sem fór víða um höf, norður fyrir ísland, vestur fyrir Irland, inn um alt Miðjarðarhaf og jafnvel inn i Svartahaf og gerði miklar og merki- legar rannsóknir, eins og sagt var frá i 5. tbl. Ægis 1928. Hingað til lands kom hann árin 1903—5 og 1908—9. Eftir að styrjöldin mikla skall á, mátti hannekki sýna sig á úthafinu, frernur en önnur rannsóknaskip, og var þá hafður fyrir varðskip heima fyrir og fékk þá sinn velþekta gráa herskipslit. Að styrjöldinni lokinni þólti hann ekki lengur nógu stórt skip, né nógu vel útbúið til lang- ferða yfir úthöfin og keyptu Danir sér þá stærra skip, »Dana«, sem menn hér munu kannast við, en Björgunarfélag Vestmannaeyja kejrpti »Þór« (sem áður hafði heitið »Thor« 1920 og hélt honum úti sem björgunar- og eftirlitsskipi, þang- að til rikið tók hann að sér, 1926, vopnaði hann og gerði hann að hvorutveggja í senn: varðskipi og björgunarskipi við Vestmannejrjar. — Síðustu 3 árin var hann og fiskirannsóknaskip meðfram og i sumar er leið var hann við dýptar- mælingar i Húnaflóa. »Þór« var orðinn allgamalt skip, stóð á þrítugu, er hann strandaði, en hafði ver- ið yngdur mikið upp síðustu árin, þó var ketillinn altaf hinn sami og ferð skipsins minni en vera mátti, er um varðskip var að ræða. Hann var mesta happaskip og gott sjóskip, enda var vel til hans vandað i byrjun, eins og annara togara, sem smíðaðir voru um það leyti »for distant fishing grounds« (fyrir fjar- iæg fiskimið). Aldrei varð á honumneitt slys, það eg veit, og mörgum fiskibátn- um og enn fleiri fiskimönnum bjargaði hann úr vísum voða, og merkilegt var það, að hann sigldi upp á eigin spýtur, með einn mann innanborðs hér úr höfn- inni, er hann s’itnaði frá hafnarbakka í ofviðri, og inn í Laugarneslanga og og skilaði þar af sér manninum, heilum á húfi; fékk hann nýjan botn að Iaunum, þvi að gamli botninn hafði verið illa til reika eftir. — Hann skilaði líka af sér allri skipshöfninni og farþegum, yfir 20 manns, heilu og höldnu, áður en hann liðaðist í sundur er hann lagðist til hinnstu hvíldar á Sölvbakkaskerjum. Eg sé eftir »Þór« gamla, bæði af því að eg lifði á honum svo margar ánægju- stundir, saman með mörgum góðum drengjum og merkismönnum dönskum (1903—05) og islenzkum (1927—29) og af því að hann reyndist svo happadrjúg- ur í hinu margbreytta starfi sinu, undir stjórn ágætra manna. »Þór« lauk æfi sinni á heiðarlegan og góðu skipi samboðinn hátt, þurfti ekki að »lifa« það, að verða ómögulegt far- þegaskip eða grútugur síldardallur og nú reyna hinar gráu og grimmu Ránar- dætur í Húnaflóa-vetrarham á þolrifin í hinni föllnu hetju og hafa liklega tætt hann í sundur fyrir sumarið. En upp af moldum hans vex vonandi bráðlega nýr og betri »Þór 11«, sem getur haldið á- fram hinu virðulega starfi hins »látna«, sem varð-, björgunar- mælinga- ogrann- sóknaskip. B. Sœm.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.