Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 30
24 ÆGIR skipskoðunarmönnum verði veitt vald til þess, að ákveða, hve vélar megi stærstar vera i hverjum bát eða skipi fyrir sig, i lilutfalli við stærð skips og styrkleika". Samþykkt i einu hljóði. 6. Vélgæzla. Þessi tillaga var horin upp: „Fjórðungsþingið endurtekur tillögu sina frá síðasta þingi, að til þess að geta orðið 1. vélstjóri verði maðurinn að liafa unnið sem 2. vélstjóri visst tímahil, og sættir sig við að það tímabil sé „minnst 3 mánuðir“, eins og Fiski- þingið samþykkti**. Samþ. í einu liljóði. 7. Opnir vélbátar og öryggi þeirra. Þessi tillaga var borin upp: „Fjórðungsþingið vill beina atliygli Fiskifélagsins að því, að það afli upp- lýsingar um það, á hvern hátt sé hægt að gjöra vélbáta öruggari en nú er, t. d. með loftþéttum hylkjum, og að þær um- bætur, sem að gagni geta komið, verði lögboðnar“. Samþykkt í einu hljóði. 8. Vitamál. Þessar tillögur voru bornar upp: 1) „Fjórðungsþingið krefst þess, að vita- gjöld séu eingöngu látin ganga til byggingu nýrra vita og starfrækslu vita, en ekki til annara óskyldra rík- isþarfa**. 2) „Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþing- ið að fara þess á leit við Alþing, að settur verði viti annað livort á Gjögri, austan Eyjafjarðar, eða á Hrólfssker". 3) Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþing- ið að sækja um það til Alþingis, að mæld verði upp leiðin yfir rifið milli Málmeyjar og Þórðarliöfða á Skaga- firði, og að sett verði ])ar upp nauð- synleg leiðarmerki“. 4) „Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþing- ið að hlutast til um, að komið verði i framkvæmd að setja hljóðdufl á „Helluna“ fyrir utan Siglufjörð". Allar þessar tillögur samþykktar í einu ldjóði. 9. Sundkennsla og sundlaugar. Þessar tvær tillögur voru samþykktar með öllum atkvæðum: 1) „Fjórðungsþingið mælir með því, að Ólafsfirðinguin verði veittur allt að 1000 kr. stvrkur af Fiskifélagssjóði til byggingar sundlaugar; ennfremur að Svarfdælingum verði veittur svo ríflegur styrkur, sem unnt er, upp í sundskálabyggingu þeirra. Loks að stvrkur sá, er Fiskiþingið síðasta veitti Svalbarðsstrendingum til sund- hallarbyggingar, kr. 500.00, verði greiddur þeim á árinu 1930, samkv. umsókn þeirra“. 2) „Fjórðungsþingið leyfir sér að vekja athygli Fiskiþingsins á því, hvort ekki sé tímabært að fá það lögboðið, að öllum piltum innan 14 ára aldurs sé kennt sund“. 10. Síldareinkasalan. Þessi tillaga var borin upp af Karli Nikulássyni: „Fjórðungsþingið mótmælir algjör- lega þeirri ráðstöfun, að tveir bændur ofan úr sveit séu skipaðir endurskoð- endur Einkasölunnar — með öllu ó- kunnugir þessari atvinnugrein, og telur sjálfsagt að síldareigendur fái að út- nefna annan endurskoðandann, að minnsta kosti, þar sem verið er að ráð- stafa þeirra eigin fé; óskar Fjórðungs- þingið að Fiskiþingið komi þessum mótmælúm áleiðis til stjórnarinnar“. Samþykkt í einu hljóði. 11. Samvinna milli fiskifélagsdeild- anna. Þessi tillaga var horin upp af Páli Ilalldórssyni: „Fjórðungsþingið ályktar, að bezta

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.