Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 18
12 ÆGIR aukast og verkuninni fleygði áfram á stöðvunum, lækkaði það verð fljótlega, og sunnanlands mun ekkert hafa verið selt svo háu verði, og líklega mjög lítið fyrir hærra verð en kr. 120. AÞurkar voru ekki góðir sunnanlands framan af sumrinu, og seinkaði það töluvert afskipun á fyrstu förmunum, og' gekk salan lieldur treglega framan af árinu, enda var verðið stöðugt fallandi, og er ekki efi á að það hefir að nokkru leyti dreg'ið úr sölunni, hve verðið féll ótt og keupendur gátu ekki vitað hve lágt það myndi fara, en sambönd engin eða samlög meðal framleiðenda um að stöðva verðfallið, komst því verðið lægst síðast í júni, niður í kr. 102 — en tiltölu- lega var lítið selt með því lága verði, aftur á móti mun töluvert hafa verið selt fyrir 105—108 krónur. Salan hjá Norðmönnum gekk miklu hetur en hjá okkur á þeim tíma, enda eru sölusamlögin þar svo víðtæk og á- lirifamikil að þau hafa miklu meira vald yfir sölunni en hér þekkist, enda er ekki hægt að tala hér um önnur fisk- sölusamlög sem neinu gætir, en sölu- samlag togareigenda við Faxaflóa, sem meiri hluti togaraeigenda er í, og fisk- sölusamlagið í Vestmannaeyjum, sem ræður vfir mestu af fiski Eyjamanna. Þegar verðið i Noregi hélt stöðugt á- fram að lækka eins og hér, gerðu sam- lögin þar samning við útflytjendur um að stöðva verðfallið, og láta verðið ekki fara niður fyrir ákveðið verð, 12 kr. vigtin (20 kg.), og samsvaraði það verð ca. 114 krónum íslenzkum skp., og var liérumbil ekkert selt þar lægra verði en það, og virðist þetta hafa borið ágætan árangur hjá Norðmönnum, að jninnsta kosti gekk salan þar alltaf mjög greið- lega og útflutningur var mjög mikill; aftur á móti gekk salan hér mjög treg- lega langan tíma um sumarið, það er ekki fyrr en kemur fram í júlílok og verðið er komið upp í 120 krónur að eft- irspurn fer að aukast og úr því og fram eftir haustinu, fram í októberbyrjun var mikið selt og flutt út, enda var þá verðið sunnanlands komið upp í 128 krónur skp., aftur á móti var eitthvað selt hærra verði á Vestfjörðum, líklega allt i 136 krónur. Eftir þetta fór verðið smálækkandi aftur, enda var þá mest af framleiðslunni selt, þó ekki væri búið að afskipa fiskinum, og var verðið kom- ið niður í kr. 118 í miðjan desember. Verðið á Labrador-verkuðum fiski var allt sumarið tiltölulega mikið hærra, til að byrja með var verðið 100—105 í marzmánuði í fvrirframsölu, og mun vfirleitt ekki liafa farið niður úr 95 kr. Það liefir haldið verðinu uppi seinni hluta sumarsins, hve greiðlega hefir gengið með sölu á saltfiski til Italíu, því hefði sá markaður ekki tekið á móti eins miklu og' raun varð á, hefði birgðir án efa safnast fyrir og hefði það haft slæm áhrif á verðið. Sömuleiðis liefir mikið verið flutt til Portúgal á árinu, og hefir íslenzki fisk- urinn vfirleitt likað þar mjög vel, að vísu hefir verðið verið þar nokkru lægra en á norska fiskinum, en auk þess er að gæta, að meðan verið er að vinna inn óþekta vöru á markaði, er ekki hægt að fylgja fram fullri verð- kröfu. Væri það bráðnauðsynlegt fyrir okkur að fá meiri fótfestu á Portúgals- markaðinum en verið hefir þar, bæði er framleiðsla okkar orðin svo mikil að við getum ekki selt liana alla á Spáni eða Italíu og sömuieiðis gera Portúgalar ekki eins strangar kröfur um stærð og gæði fiskjarins eins og Spánverjar, við höfum því árlega töluvert af smærri tegundum sem ekki er hægt að losna

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.