Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 19
ÆGIR 13 við á Spáni, nema með því að selja það þar fyrir lágt verð. Það má því gera ráð fyrir eftir undanfarandi tveggja ára reynslu, að við séum búnir að ná fót- festu í Portúgal. Til Suður-Ameriku hefir lika verið flutt út nokkuð á árinu, einkanlega ufsi, og hefir sú sala lukkast vel. í Barcelona, sem er okkar bezti mark- aðsstaður á Spáni, voru birgðir í árs- byrjun ca. 150 smálestir, og var verðið þá 90 pts. fyrir betri tegundir, þetta verð bækkaði töluvert þegar dýri hús- þurkaði fiskurinn fór að koma frá ís- landi og komst hæst um 20. apríl, í 103 pts., en svo lækkaði þetta verð aftur eftir þvi sem lækkandi framboð fóru að koma frá íslandi og komst lægst i ágústmánuði, niður í 84 pts., en fer þá aftur hækkandi, og er nú um áramótin komið aftur í 100 pts. pr. 50 kg. og er það fljólséð, að þetta verð í Barcelona í bvrjun og enda ársins er ekki í sam- ræmi við verðlagið á íslandi, en það er verðfallið á spönsku myntinni, pesetan- um, sem hefir gert fisksölunni svo erfitt fyrir, einkum síðari hluta ársins, því gengi pesetans liefir verið mjög óstöðugt °g ótryggt. 1 byrjun ársins jafngilti 100 pts. 77.66 ísl. krónum, en í árslok 61.62 ísl. krónum og heldur stöðugt áfram að talla. Útlit er því mjög slæmt með við- skifti við Spán á næsta ári ef að gengis- fallið ekki stöðvast bráðlega. Bilbao er sá staður á Spáni þar sem islenzki fiskurinn er í mestri samkeppni einkum við færeyskan og norskan fisk. í byrjun ársins voru birgðirnar þar í kringum 2000 smálestir og verðið á ís- lenzka fiskinum 88 pts. pr. 50 kg. en lítið eitt liærra á færeyska fiskinum. Þetta verð liefir haldist nokkurn veginn óbreytt allt árið, aldrei farið niður fvrir 30 pts., og er nú um áramótin 85 pts. og birgðir þar líkar og í byrjun ársins. Aft- ur á móti hefir verðið á færeyska fisk- inum og þó einkum á þeim norska ver- ið töluvert hærra, i des. var t. d. verðið á norska fiskinum 92 pts. Þegar sá ís- lenzki var seldur á 85 pts. Þessi verð- munur stafar líklega frekar af því að Norðmenn liafa haldið fastara um sitt verð á árinu en íslendingar, sem eru að auka sina framleiðslu svo ört, að þeir verða stöðugt að færa út sinn markað, og verða þvi frekar að slaka til á verð- inu, til þess að geta losnað við fram- leiðslu sina, heldur en að norski fiskur- inn sé álitinn þar betri, enda er salan þar mikið meiri af þeim íslenzka en norska; að nokkru stafar það líka af því að Norðmenn selja þangað úrvalið úr sínum fiski, aftur á móti seljum við okkar bezta fisk mest til Barcelona, sem er miklu vandlátari markaður en Bil- bao. Tollurinn hefir verið óbreyttur á Spáni allt árið, 25.60 pts. pr. 100 kg. Það fara fleiri og fleiri að sannfær- ast um það, sem ég hefi áður skrifað í Ægi og viðar, að ekki þýðir að auka hér stöðugt framleiðsluna, nema að jafn- framt sé hugsað um að finna fyrir liana kaupendur, þessi einhæfa verkun- araðferð, að salta allan aflann, er orð- in gömul og úrelt aðferð, sem ekki er hægt að byggja á eingöngu aðalatvinnu- veg landsins. Markmiðið verður að vera það i framtíðinni að koma einhverju af fiskinum ferskum eðá frosnum til nevzlulandanna, enda eru augu útlend- inga stöðugt að beinast hingað, og ætt- um við að vera þannig settir með legu landsins og hin auðugu fiskimið allt í kringum það, og með skipakost sem hægt er að stunda veiðar á allt árið, að við værum færir til að mæta samkepni annara þjóða á því sviði þar sem þær

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.