Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 29
ÆGIR 23 1. Skýrsla erindreka Fiskifélagsins. Erindrekinn, Páll Halldórsson, skýrði frá gjörðum síðasta Fiskiþings í Reykja- vik, og ýmsum áhugamálum þess, einn- ig frá fjárhag þess og gildandi fjárliags- áætlun. Starfandi i Norðlendingafjórð- ungi eru nú sem stendur 13 Fiskifélags- deildir. 2. Lög Fiskifélagsins og starfshættir. Eftir nokkrar umræður voru þessar tillögur hornar upp: a) „Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþing- ið að breyta 7. gr. í lögum Fiskifé- lagsins þannig. að Fjórðungsþingin kjósi 3 fulltrúa livert á Fiskiþingið í Reykjavík, og séu starfsmenn og erindrekar félagsins jafnt kjörgengir og aðrir“. Samþykkt i einu hljóði. h) „8. gr. Fiskifélagslaganna breytist þannig, að í stað orðanna: „Eftir á- kvæðum aðalfundar“ komi: „Ákveð- ur þingið sjálft stað og tíma“. Sam- þvkkt í einu hljóði. d) Þá bar erindr. Páll Halldórsson upp svohljóðandi breytingartillögu við 8. gr. Fiskifélagslaganna: „í stað orð- anna kosnir til tveggja ára“ komi: „kosnir til 4 ára“, og var hún felld með jöfnum atkvæðum. e) Þá var borin upp þessi tillaga: „Orð- in í 17. gr. d.: „að gjalda árlega i sjóð félagsins 50 aura fvrir livern deildarfélaga“ falli burtu“. Samþ. í einu hljóði. f) Þá var borin upp tillaga um að nið- urlag 19. gr. i Fiskifélagslögunum: „Akvæðum laga þessara o. s. frv.“ falli niður. Samþ. í einu hljóði. Páll Halldórsson erindreki lagði fram 8 tillögur frá Fiórðungsþingi Vestfirð- inga, viðvíkjandi starfsháttum Fiskifé- lagsins, og þar með bréf frá fiskierind- reka Vestfirðinga með óskum um, að hér vrðu sams konar tillögur bornar upp. Tillögur þessar voru talsvert ræddar; voru allir ræðumenn þeim andstæðir, og voru þær að lokum allar felldar í einu hljóði. Þá var og viðaukatillaga, um stofnun fiskimálaskrifstofu ríkisins. felld i einu hljóði, með þvi þingið leit svo á, að með henni væri algjörlega raskað starfshátt- um og grundvelli þeim, sem Fiskifélag- ið hefur slarfað á. 3. 8lysa varnarfélagið. Svohljóðandi tillaga var borin upp og samþykkt í einu liljóði: „Fjórðungs- þingið beinir þeirri alvarlegu áskorun til fiskideilda fjórðungsins, að þær liver fvrir sig beiti sér fyrir stofnun undir- deilda í Slysavarnafélagi Islands, og í- hugi, hver bjargráð myndu fyrst um sinn tiltækilegust á hverjum stað, jafn- framt því sem tilgangur Slysavarnafé- lagsins væri sem bezt skýrður fyrir mönnum“. 4. Slysatryggingar. Fjórðungsþingið óskar að þessar breytingar verði gjörðar á núgildandi slysatryggingalögum: 1) Rikissjóður greiði helming iðgjalda af slysatrvggingu sjómanna á ára- hátum og mótorbátum allt að 12 smálesta, og þriðjung af iðgjöldum stærri mótorskipa, og verði iðgjaldið aldrei hærra alls en kr. 1.20 á mann á viku á slíkum skipum 2) Að trvgging á verkafólki við fisk og síldarvinnu í landi falli niður. 3) Skipverjar á skipum og bátum trygg- ist eftir tölu sjómanna á bverju skipi. en ekki eftir nöfnum. Þessar tillögur allar samþykktar i einu hljóði. 5. Stærð véla í skip og háta. Þessi tillaga var borin upp: „Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþing- ið að fara frain á það við Alþingi, að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.