Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 14
8 ÆGIR sviði en verið hafði undanfarandi ár. Þegar kemur fram i lok febrúar fara bátarnir frá liinuni norðlægari fjörðum vanalega suður á Hornafjörð eða Djúpa- vog og stunda veiðina þaðan yfir vertið- ina. En i þetta skifti kom fiskur óvenju snemma upp að hinum norðlægari fjörð- um, og seinni liluta janúar var ágætis- afli á Fáskrúðsfirði, 7—11 skpd. í róðri, og i byrjun marzmánaðar var fiskurinn genginn alla leið á móts við Seyðisfjörð, og var þá um tíma landburður af afla um alla Austfirðina, 6—26 skpd. í róðri þegar á sjó gaf, en beituleysi bamlaði þá mikið. Þá felcst dálítið af síld i lag- net á Seyðisfirði að öðru livoru, en það nægði ekki nærri því öllum. Þá var líka loðna komin á Hornafjörð, en aflinn þar fer vanalega eftir því, hvernig gengur að ná i liana; var þá líka um tíma ágætis afli á Hornafirði. Rúmlega 20 bátar gengu frá Hornafirði, og öfluðu þeir í marzmánuði 18—19 hundruð skpd., en eftir það mátti segja að aílur afli væri búinn á Hornafirði, enda hvarf þá loðn- an þaðan. Síld sú, sem aflaðist á Aust- fjörðum, var fullvaxin bafsíld, 35—38 cm., og með fullþroskuðum hrognum. í marzmánuði er vanalega góður afli fyrir Austurlandi, en í þetta skifti brást „vorhlaupið“ að mestu leyti, enda var tíð mjög slæm og umhleypingasöm um það leyti, svo að sjaldan gaf á sjó. Aft- ur á móti var óvanalega góður afli í júnímánuði, enda fór sild að fást aftur inn á fjörðunum seinni hluta maímán- aðar, og eftir að kom fram í júní var altaf til nægileg síld til beitu, og stóð þessi síld þarna alveg fram í ágústmán- uð, að hún hvarf þaðan eins og annars- staðar frá landinu. Yfirleitt var fiskur nokkuð langt sóttur á Austfjörðum framan af vertíð og fram í apríllok, og varð aflinn því lítill á smá- mótorbáta eða árabáta, sem liáðir eru fiskigöngunum, að aflinn komi á grunn- miðin. Eins og annarstaðar á landinu var fiskur mjög magur fyrir Austurlandinu, enda kom sílisganga þangað engin, svo teljandi væri, og var fiskur svo grannur þar á vorvertíðinni, að talið er að ekki liafi fengist nema 12—15 lítrar af lifur úr 400 kg. af hausuðum og slægðum fiski, af fiski þeim, sem aflaðist inni á fjörðunum, en eittlivað lítið meira af þeim afla, sem sóttur var á djúphaf. Aftur á móti var talið að síld sú, sem fekst inni á fjörðunum yfir vorið hafi verið óvenjulega vel feit, eftir þvi sem gerist um það leyti árs. Sumarmánuðina júlí—september var tregur afli á hinum suðlægari fjörðum. Aftur á móti var þá góður afli á smá- báta á flestum fjörðunum fyrir norðan Seyðisfjörð, en útgerð er þar yfirleitt lítil, þó er opnum mótorbátum altaf nokkuð að fjölga þaðan, einkum frá Vopnafirði, og gengu þaðan í sumar 12 opnir vélbátar, og voru 10 af þeim lieimahátar. Sömuleiðis stunda Færey- ingar altaf nokkuð veiði á smábátum frá Austfjörðum, og lialda þá til í landi og selja afla sinn innanlands. í sumar var gerð lendingarbót allgóð á Skálum á Langanesi, og má búast við að framvegis komi það til að lijálpa þeirri veinðistöð mikið, en þaðan er mjög stutt til fiskjar og eingöngu notað- ir árabátar. ; Þar sem sumaraflinn og haustaflinn brást svona tilfinnanlega á svðri fjörð- unum, en þar er aðalskipastóllinn, þá verður lieildarútkoman töluvert verri en undanfarin ár, og er Austfirðingafjórð- ungur eini landshlutinn sem liefir minni J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.