Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1930, Page 22

Ægir - 01.02.1930, Page 22
48 ÆGIR sem margir Reykvíkingar munu minnast með þakklátum huga. Hér í bæ var þá mikið stunduð útgerð á opnum skipum og var Amundi þá jafnan formaður og þótti heppinn og aðgætinn stjórnari. Jón Pórðarson var lengi formaður og sjósóknari rnikill, en þegar farið var að vanda verkun á fiski, sem mest mun hafa verið fyrir forgöngu Edvard Simsens, var Jón Þórðarson fenginn til þess að meta fiskinn. Spánverjar sóltu þá sjálfir mest af þeim fiski er þeir keyptu hér á höfnum við Faxa- flóa, en það voru Reykjavík, Hafnarfjörður og Keflavík. Var Jón Þórðarson þá jafnan um boið í þessum skipum og sá um hleðslu fisksins í skipin. Annar matsmaður var Jóhannes Olsen og í viðlögum Álexíus lögregluþjónn áður Jóhannes tók við. 1880 hætti Jón Rórðarson matsstörfum og tók Ámundi þá við starfi hans og hefir haft það á hendi síðan, eða um 50 ár. Þegar ákveðið var með Iögum að setja yfirfiskimatsmann hér i Reykjavík, sneri landsstjórnin sér til Ámunda og vildi fela honum starfið, en hann færðist undan því og benti á Þorstein Guðmundsson til þess starfa og munu allir þeir er minnast Þor- steins sál. Guðmundssonar og starfsemi hans, hafa þótt það viturlega ráðið. Fiskimat er ábyrgðarmikið og vanda- samt starf og veltur því líka mikið á því, að það sé rækt með gætni og samvizku- semi, því mikið er komið undir því fyrir þjóð vora, að saltfiskurinn nái að halda því góða áliti, sem hann hefir komist í hjá Spánverjum. Mun það allra manna mál, þeirra er til þekkja, að þetta starf hafi Ámundi leyst af hendi með stakri kostgæfni og vandvirkni. Þrátt fyrir miklar sorgir og ýmiskonar andstreymi hefir Ámundi borið aldur sinn vel, og til þessa tíma gengið að starfi sinu, sem aðrir fulltíða menn, enda heldur hann sjón og heyrn þó líkamsþolið sé eðlilega eigi eins og á yngri árum. Vinir og kunn- ingjar flytja honum nú beztu heillaóskir á afmælisdegi hans með þakklæti fyrir vel unnið dagsverk og alla samvinnu með þeirri ósk, að æfikvöldið megi verða hon- um bjait og fagurt. Geir Sigurðsson. Mannalát. Hinn 16. janúar s. 1. andaðist fram- kvæmdarstjóri Skúli Jónsson, úr lungna- bólgu. 18. janúar andaðist hér í bæ, fyrver- andi bankastjóri Björn Sigurðsson, eftir langa vanheilsu. Húsameistari Steingrímur Guðmundsson andaðist hér í bæ hinn 28. janúar. Sama dag varð bráðkvaddur, hrepp- stjóri Sigurður Kjartanssan í Sandgerði. 2. febrúar lést hér í bæ útgerðarmaður Magnús Thorberg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.