Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1930, Qupperneq 5

Ægir - 01.03.1930, Qupperneq 5
ÆGin 55 á, nema eftir dúk og disk, er búnaðar- málastjóri eða starfsmenn væru búnir að íara eitthvað í smiðju til þess að geta sagt eittlivað í áttina. Flestir fullorðnir munu hér hafa séð í blöðum getið um „Stand- ardskipin“, sem smíðuð voru i Ameríku á stríðsárunum. Á þeim varð milljóna tap og mun Ford bilamaðurinn mikli, liafa komið fram, sem velgerðamaður þjóðar- innar, er liann keypti þau i tugum eða hundruðum fyrir sáralitið verð, bræddi járnið, notaði það i verksmiðjum sinum °g losaði þjóðina við þann hluta verslun- arskipa flotans, sem henni var til van- virðu. bessar línur eru ekki ritaðar til að reJTna að drepa hugmynd þá, sem borin var fram á f jórðungsþingi Vestfirðinga í haust og siðar á Fiskiþingi, heldur til þess, að skýring fáist svo almenningur viti við hvað er átt, er útlendu orðin eru viðhöfð. íslensku fiskiskipin „Admiral skip“ af Akranesi, „Blue Bell“ frá Hafnarfirði (1884), „Worsley" frá Reykjavík, „Vana- dis fj'á Hafnarfirði voru „Normal“ eða »Standard“ skip, komin úr skotska síld- ' eiðaskipaflotanum frá Kirkaldy, Methil °g fl. stöðum. Þau skip voru þannig smíð- ’tð, að hver stærð var nákvæmlega eins og varahlutir liverrar stærðar til, ef á þurfti að halda, t. d. bönd, stýri, möstur og rár á seglin o. s. frv. Hollensku kúffin og fljót- ^ta þá ,er fara um stórfljót, svo sem Ihin, Elbe, Maas o. fl. má telja til „Norm- ‘h eða „Standard“ skipa, því til ferða um öau fljót þarf sérstakt lag, sem ekki er Vlkið frá; munu Reykjavíkurbúar margir annast við lagið, er þeir minnast kúffs- lns »Christiena“, sem hér sökk um árið °S hggur nú úti í Effersey. ^ú má telja víst, er um „Standardskip" ^æðir hér, að sú liugmynd vaki fyrir jnönnum að allir fiskibátar séu með sama a§b sama styrkleika eftir stærð, sama íeiða og að alt sé eins á hverri stærðar- tegund. Þetta er óhjákvæmilegt sé um „Standard“ að ræða, en þá kemur spurn- ingin, vilja eigendur og formenn báta viðurkenna, að sama lag sé heppilegt hvar sem er í verstöðvum landsins? Er þörf á þvi að gjöra öll fiskiskip landsins svo, sem ættu þau að notast i verstu brima- veiðistöðum alla tíð og smekkur manna er nú mismunandi; einn kýs lengra skip en annar, þó af líkri stærð, annar vill liafa það liátt að aftan hinn kærir sig ekki um það, svo þykir einum fallegt að liafa beint stefni, öðrum bogið; einum þykir fallegt að hafa stutt milli mastra, annar kýs langt bil. Að alt sé nákvæmlega eins, er nauð- synlegt, sé um „Standard“ að ræða og ekki er fyrirsjáanlegt annað, þegar litið er á útúrdúra þá, sem á undan eru nefndir, en að „Standardtýpur“ skipa hér við land, megi telja i tugum, er fram líða stundir. II. Skipakaup í útlöndum er vandaverk og í það ætti enginn að gefa sig, sem ekki er nokkurnveginn kunnugur öllum þeim brögðum, sem notuð eru þar, til að koma út ræflunum. Lítið eitt hefur áður verið ritað um það efni i „Ægi“ en benda má hér á, að ávalt má græða 700 kr. á skips- garmi með því að mála og dubba hann upp fyrir 300 krónur og hækka verð um 1000 krónur er framandi manni er boðið skip- ið til kaups. Ókunnum manni erlendis, má með ýmsu móti halda frá staðnum, sem skijjið er, meðan verið er að dubba það upp, bæði með átveislum, bílferðum og ýmsu’, sem /jjóðlegir menn finna upp til þess að skemmta gestinum þó réttara sagt, tefja fyrir honum. Þetta er aðalað- ferðin, þegar losa á sig við lélegt skip. Árið 1897, þegar kaupmaður Geir sál. Zoéga sigldi til Englands til þess að kaupa hina fyrstu kúttara, þá treysti liann hvorki

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.