Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1930, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.1930, Blaðsíða 12
62 ÆGIR á „skoðunarlögin“, framkvæmd þeirra o. fl., af því að það atriði, er mig langar til að benda á, er svo náskylt mörgu sem þau láta ná til sín en svo Jangtum þýðingar- meira en sumt af því. En það eru opnu bátarnir yfirleitt, en sérstaklega raf- lcveikjuvélarnar í þeim. Eg ætla ekki með þessu að mæla með einni eða annari tegund véla. Þar er bver sjálfráður, eins og best er — ef á þekk- ingu er bygt valið. En slæmt er það, að þar eð svo margir liafa valið rafkveikjuvél í báta sina (opna báta) — að minsta kosti bér á Vestfjörð- um -— þá virðist svo, að í framkvæmdinni — eða við notkun þcirra — sé ekki nægi- lega atbugað livers konar ábald raf- kveikjuvél er. Eg ætla mér ekki þá dul að fara hér með það mál, er ég sé fróðari mörgum öðrum í, en mér finst svo mikill alvöruþungi liggja bér á bak við, að ég er liræddur, og vil því góðfúslega vara menn við hættunni. Sjálfur hefi ég relcið mig á — á trassa- skapinn — þó ckki sé fallegt til frásagna. Rekið mig á, að hann var nærri orðinn að líftjóni okkar allra á bátnum. í fjölda báta liér á Vestf jörðum eru raf- kveikjuvélar, en ég liefi ekki séð í einum einasta þeirra nægilega góðan umbúnað um vélina. Þarna er hætta! Og bæði af af- spurn og eigin reynslu segi ég það, að þetta má ekki svo vera. Það verður að bæta úr þessu. Að vísu má svara þvi, að hér á Veslfjörðum hafi ekki orðið slys á opnum vélbát með rafkveikjuvél í. Það er vel farið. En það hefir hlotist fjárliagslegt tjón af þessu og það hefir legið mjög nærri liftjóni — einmitt af þessum ástæðum. Ég liefi séð það hjá öðrum, heyrt sagt frá því og verið með því sjálfur. Á flestum, nær því öllum, rafkveikju- vélum, sem hér eru, liggur „carburotor- inn“ (blöndunginn) lágt, og er það gert bæði sökum lögmáls vélarinnar og þess, að brensluneytisgevmirinn þurfi ekki að vera svo óþægilega hátt í bátnum, því að lögurinn verður að geta runnið til blönd- ungsins; dæla fyrir brensluneytið er engin, eins og þeim er kunnugt, sem við þetta fást — og þekkja. En blöndungurinn (car- buratorinn) er áhald, sem vélin sogar í gegnum sambland af lofti og Jjrenslulegi, sem rafmagnsneisti frá kveikjunni (mag- netunni) kveikir í, efst uppi í toppi vélar- innar. Við þá sprengingu, sem þá skeður, fer vélin á brevfingu. Þegar nú jafnvel ekki svo mikið er við haft í umbúnaði um véhna, að þéttur „hjólkassi“ sé hafður undir kasthjólinu, þá skeður það, að komi nokkuð verulegt af sjó í bátinn, þá nær kastbjólið til lians og þeytir Iionum um alt. Fer þá svo, að vélin sogar sjóinn — sem þá löðrar um alt vélarrúmið — inn i sig. En rafmagnsneisti getur ekki kveikt i sjó eða vatni — og alt er „stopp“! Þetta kemur auðvitað helst fyrir, þegar veður er vont og ágjafir miklar, en þá er líka hætlan mest, og sé þá báturinn hlað- inn eða „síginn“. Menn segja máske að ,.sjómenn“ taki til áranna, þegar vél stoppar. Já, það er víst áreiðanlega alt reynt, bæði það og annað. En séu ekki nema þrír menn — eða 2 — á bátnum, þá ráða þeir lítið við hann, og oft ekkert. Og séu nú seglin fúin eða í landi, þá er kald- leg aðstaðan, fáist vélin ekki á stað aftur, en vindslaða svo að á liaf úl reki. Það er þó svo, að rafkveikjuvél stansar venjulega strax — eða við fyrsta innsog af sjóblöndu; hefir lmn þá fengið litið af sjó inn í sig, og fæst því venjulega aftur á hreyfingu. En það hefir komið fyrir, að hún hefir alls ekki fengist til að snúast í margar klukkustundir eftir slíkt bað. Annað atriði er þannig við rafkveikju- vélarnar, sem gefa þarf gaum — og einnig þess vegna að vanda betur umbún-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.