Ægir - 01.08.1930, Síða 12
178
ÆGIR
garð, sjógarðinn svo nefnda, fyrir öllu
landi sínu, til þess að hindra sjávar-
gang. Nágrannar hans gerðu siðar hið
sama. Dálítill styrkur var veittur tilþess
verks, 4 kr. á hvern faðm. Sjórinn hef-
ur á liðnum öldum brotið mikið fram-
an af ströndinni, en með garði þessum
eru honum nú takmörk sett.
Þegar Fiskifélag íslands hóf starf sitt,
varð hann strax, sem vænta mátti á-
hugasamur um starf þess og varð hann
því fyrsti og aðalstofnandi fiskideidar-
innar á Eyrarbakka, og formaður henn-
ar, þar til hann fyrir fáum árum gaf
ekki kost á sér, og var þá um leið kjör-
inn heiðursfélagi deildarinnar, enda hafði
hann unnið fyrir deildina meira en
nokkur annar meðlimur hennar.
Guðm. lét yfirleitt öil framfaramál til
sin taka og hefur fengist við margt um
dagana, en það munu ííestir mæla, að
með sjómennskuslarfi sinu haíi hann
reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. Is-
lenzk sjómannastétt minnist hans þvi
með virðingu og þakklæti nú á áttræðis-
afmælinu og óskar honum góðrar og
friðsællar elli.
Kunnugur.
Jarðskjálftar.
Laust fyrir miðaftan þriðjudaginn 23.
júlí 1929, sama dag, sem kaþólska kirkj-
an í Reykjavík var vigð, kom hér kippur,
sem hristi allt Suðurlandsundirlendið og
fleiri svæði Islands.
Ári síðar 23. júlí 1930 kom hinn mikli
jarðskjálfti, sem blöð hér hafa getið um,
á svæðinu kringum Neapel (Vesuv) á
ítaliu og má telja jarðskjálftakippi þá,
meðal hinna hörðustu, er sögur fara af.
Hinar fyrstu fréttir um þennan voða
viðburð töldu, að 1778 menn höfðu látið
lífið, og 4,264 særst, en nákvæmar eru
þær tölur ekki og mun manndauði meiri,
en hús og heil þorp hrundu svo, að tala
heimilslausra var þegar eftir kippina, frek
milljón manna. Við þessi ósköp bættist
svo, að meðan verið var að bjarga og
liðsinna hinum særðu, skall á fellibilur,
sem allt ætlaði ofan að keyra og gerði
björgun nálega óframkvæmanlega um
tíma.
Jarðskjálfti þessi líkist mjög að tjóni,
þeim, er fór um sama svæði árið 1883
þegar 2400 manns fórust undir húsum
þeim er þá hrundu, eru þessir jarðskjálft-
ar einir þeir mestu, er orðið hafa á
Ítalíu, þótt ekki komist þeir í sam-
jöfnuð við jarðskjálftann f Messina, árið
1908, er 83 þúsund manna létu lífið á
fáum klukkustundum.
Á uppstigningardag 8. maí 1902 sprakk
fjallið Mont Pelée á eyjunni Martinique
í Vestindium og fór hraunflóðið yfir
bæinn St. Pierre, sem stóð skamt frá
fjallinu. Dynkir miklir höfðu verið í
jörðu 1—2 dögum áður en fjallið sprakk
og var það síðar álit manna, að hefði
þvi verið gaumur gefinn, mundi mann-
tjón hafa orðið minna.
Á hálfri klukkustund fórust þar í hraun-
tlóðinu 36 þúsundir manna og að eins
fáir menn kómust af. Hin siðustu árin
virðist svo, sem jarðskjálftar fari í vöxt
og reyna nú fræðimenn í þeirri grein
að komast að hvað því valdi, en hvað
sem því líður er það áreiðanlegt, að
hemlu á það feikna-afls sem hristir og
skekur jarðarskorpuna, lyftir fjöllum
jafnt sem smákofum, setur enginn mann-
legur máttur.