Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1930, Page 20

Ægir - 01.08.1930, Page 20
186 ÆGIR ið »bornir og barnfæddir«, við Grænland eða við ísland? Það veit enginn. En hefði hið siðara verið, þá hefði hér verið um íslenzkan þorsk að ræða, sem hefði á yngri árum gengið frá Islandi til Græn- lands og svo leitað átthaganna, þegar hrygningin stóð fyrir dyrum. En eins og vikið var að í upphafi greinar þessarar, eru enn engar sannanir fyrir þvi, að þorskur gangi frá Islandi til annara landa. í fiskabók minni, bls. 226, hefi ég getið þess til, að ekki væri óliklegt, að þorsk- ur gengi (á eftir loðnu) yfir hinn mjóa (50—60 sjóm., eða álíka og Faxaflóa breiða) ál, sem skilur Yestfjarða- og Hornstrandagrunnin frá Grænlands- landgrunninu, og yfir á þau, en fyrir því er engin sönnun, en þorskur er á þeim að mun á sumrum.1) Eg geri síður ráð fyrir því, að þorskur frá Islandi gangi langt suður á bóginn með Austurströnd Grænlands, því að þorskurinn í Norður- höfum leitar á sumrin yfirleitt norður á bóginn, eftir ætinu (loðnu o. fl.), og hygg því, að hinir umræddu fiskar, sem merktir voru við Grænland og veiddust hér, muni fremur hafa verið grænlenskir að uppruna, eins og Schmidt gerir ráð fyrir, en að þeir gætu líka verið í ætis- leit, svona langt (800—1300 sjóm.) frá heimkynnum sínum, áður en þeir hyrfu aftur til hrygningar við SV-Grænland. En þó alt sé í óvissu um þetta atriði, þá er þó þessi fiskifræðinýung hin merki- legasta, ekki síst fyrir oss Islendinga og á að hvetja til frekari rannsókna (merk- inga), svo að vissu megi þá um það fá, hve mikil brögð muni vera að svona samgöngum milli landanna. Ég geri líka ráð fyrir að merkingunum verði nú hald- 1) Danir hafa merkt litið eitt af porski við Angmagsalik á A-strönd Grænlands, en enginn endurveiðst. ið áfram með meira krafti en áður, bæði við Grænland og ísland (Vestfirði), en það er ekki nóg að merkja, fiskimenn verða líka að skilja það, að ef merking- arnar eiga að hafa nokkurn árangur, þá verða þeir að hjálpa til með því að gefa nánar gætur að merktum fiskum og van- rækja ekki að koma merkjunum til skila sem fyrst og gefa hinar umbeðnu upp- lýsingar. Hefðu þeir heiðursmenn, sem fundið hafa Grænlandsmerkin, ekki tek- ið eftir þeim, eða vanrækt að skila þeim, þá vissu menn ekkert um það sem þau nú hafa gefið upplýsingar um. Það er því einnig þeirra athygli og skilvísi að þakka, að menn nú vita að þorskur milli Grænlands og Islands, og fleira get- ur vitnast síðar, ef fiskimenn vorir hjálpa til. (vtsir.) B. Sœm. Vínandi verður manni að bana. Aðfaranótt 29. ágúst drukku nokkrir menn spíritus, er staðið hafði á gömlum áltavita skipsins »Iho« frá Reykjavík, og ætluðu hann ómengaðan, en afleiðingar urðu, að einn þeirra dó; hét hann Jón K. Jónsson og tveir aðrir voru fluttir fárveikir á sjúkrahúsið á Siglufirði og fleiri urðu veikir. Er nú sagt að þeir, sem eiturvökvann drukku, séu nú (2. sept.) úr allri hættu. Frystur lax. Stórt frystiskip, eign »Hudsonsflóa fé- Iagsins«, er nýlega komið til London, hlaðið frystum laxi, sem selja á smátt og smátt í haust og vetur. Er verðið á laxinum, helmingi lægra, en á skotskum laxi, sem boðinn er fram á enskum markaði.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.