Ægir - 01.09.1931, Page 4
172
ÆGIR
London 21. sept.
Khöfn: — Kauphöllin hér er lokuð í
dag, einnig kauphallirnar i Osló ogStokk-
hólmi.
Berlín: — Kauphallarskrásetningum
frestað óákveðinn tíma. Engin viðskipti
milli bankanna eins og stendur.
Hamborg: — Kauphöllinni lokað óá-
kveðinn tíma.
Berlln: — Öllum kauphöllum Þýzka-
lands hefur verið lokað.
Amsterdam: — Kauphöllinni lokað í
dag.
Helsingfors: — Finnlandsbanki frestar
skrásetningu á gengi erlendrar myntar.
Paris: — Mikið verðhrun varð á kaup-
höllinni í morgun, fáum minútum eftir
að opnað var. Ymis helztu verðbréf féllu
i verði um 10°/o.
Danzig: — Senalið hefur samþykktað
afnema það fyrirkomulag að leggja sterl-
ingspund til grundvallar myntinni og
miða héðan í frá við gullgildi.
Khöfn 21. sept.
Ríkisbanki Svia hefur hækkað forvexti
úr 4 í 5%. Sterlingspund er skrásett í
Stokkhólmi í dag á kr. 17.25.
London 21. sept.
Kauphöllinni í London verður lokað
á morgun (22.).
Khöfn: — Gengisskráning á erlendri
mynt hefur verið frestað. Ákvörðun þessi
var tekin á fundi bankastjórnar Þjóð-
bankans. Stóð fundurinn yfir í tvær
stundir.
Mac Donald talar við þjðð sína gegn-
um útvarpið.
1 gærkvöldi hélt MacDonald forsætis-
ráðherra Breta ræðu í breska útvarpið,
þar sem hann lýsti fjármálaástandinu, og
ráðstöfunum þeim, sem gerðar hafa verið,
til þess að stöðva verðhrun og gengis-
fall.
Sagði hann enga hættu á því að gengi
sterlingspunds gæti fallið nema lítið eitt
og yrði þess eigi langt að bíða, að það
næði fullu gengi aftur.
Ef erlendir bankar ætluðu að nota sér
þau vandræði, sem Bretar hefðu ratað í,
nú í bili, þá mundi stjórn Breta grípa
til sinna ráða, sem myndu hrífa, þegar
þar að kæmi.
London 21. sept.
Snowden fjármálaráðherra lagði í dag
fyrir neðri málstofuna frumvarp til laga
viðvíkjandi gullinnlausn seðla (sbr. fyrra
skeyti). Kvað hann ríkisstjórninni hafa
borist bréf frá Englandsbanka á laugar-
dag þess efnis, að lán það sem fengist
hefði frá Frakklandi og Bandarikjunum
væri á þrotum. Englandsbanki lagði því
fast að stjórninni að sjá svo um, að
bankinn yrði leystur frá gullinnlausnar-
skyldunni, þar sem svo brýna nauðsyn
bæri til. Stjórnin skýrði ríkisstjórunum i
Bandaríkjunum og Frakklandi í trúnaði
frá því hvernig ástatt væri á föstudag og
leitaði álits þeirra. Svar beggja ríkis-
stjórna var vinsamlegt, en engar horfur
taldar á frekari lánum. Horfurnar á laug-
ardag voru svo alvarlegar, að eina úr-
ræðið var að hverfa frá gullinnlausn um
stundarsakir. »Ég sé enga ástæðu til, að
sterlingspund falli í verði að nokkru ráði
til nokkurs teljandi tíma, ef fjármálum
Bretlands verður stjórnað af hyggindtim
og gætni«.
„Hávarður ísfirðingur" er hættur
veiðum og hefur aflað í 2 mánuði 32370
tn. þar af i bræðslu 20100 mál.
»/».